9.10.2009 | 20:00
Eru erlendir fjármagnseigendur að ókyrrast
Það virðist sem að erlendir fjármagnseigendur séu að átta sig á því að Íslendingar ganga ekki fúsir í gin ljónsins og borga hvað sem er. Ég er orðin handviss um að þessi endalausa Icesave rulla og AGS söngur er til að fá okkur til að gleypa agnið svo að eigendur jöklabréfa geti flutt út fjármagn sitt á sem gróðavænlegastan hátt. Verst er að velferðarstjórnin er í farabroddi við að styðja þá. Ég slysaðist til að hlusta á félagsmálaráðherra í Bylgjunni í morgun og ég vorkenndi honum það var svo greinilegt á því hvernig hann hikstaði á hlutverki sínu við að lýsa gæðum aðgerða sinna að hann hefur ekki nokkra trú á þeim sjálfur. Ég fann til með manninum í augnablik.
Nei ekkert ESB borgum látum ekki kúga okkur og losum okkur við stjórnvöld þar sem umhverfismálaráðherra opnar ekki munnin án þess að rýra lífskjör okkar til frambúðar.
Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.