En heldur kúgunin áfram.

Ég verð að segja það að mér finnst ekki mikið til þessa máls koma eftir að það kom í ljós að það eins og aðrir hlutir eru tengdir Icesave.  
Mér finnst ekki mikið til þessara þjóða koma það getur vel verið að allir telji að við eigum að borga þetta en hvar er virðing fyrir sjálfákvörðunarrétti þjóða. Þessar sömu þjóðir eiga viðskipti með vopn sem notuð eru í borgarastyrjöldum þær styðja lönd sem kúga aðrar þjóðir og ríkisstjórnir sem að kúga þegna sína og jafnvel myrða.

En þegar að land skuldar Bretum og Hollendingum pening og það er ekki einu sinni víst að það geri það samkvæmt lögum þá snúa þessir ræflar bökum saman og setja upp helgislepjusvip. Þetta sýnir einfaldlega það að ekkert er þessum ríkistjórnum og ráðamönnum kærara en Mammon. Og það að vernda fjármálaöflin. Sýnum þeim að við látum ekki kúga okkur eða neyða okkur til að borga eitthvað sem að við eigum ekki að borga. Ísland á skilyrðislausan rétt til að semja  um sín mál án þess að vera beitt kúgun.

Ég er sannfærður um að Íslenska þjóðin myndi fylkja sér á bak við forustu sem að bæri  hag hennar og sjálfsvirðingu fyrir brjósti og væri alveg tilbúin að færa fórnir til þess að ná fram réttlætinu. En meðan að sá rolugangur og gunguskapur sem hér er við lýði heldur áfram breytist ekkert.

Sendum Sendiherra þessara ríkja heim með frímerki á rassgatinu og drögum umsóknina um ESB til baka.

Áfram Ísland ekkert ESB og borgum ekki krónu meira en okkur ber samkvæmt lögum af Icesave.


mbl.is Búið að staðfesta pólska lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum róttækar lausnir, búin að prófa hægri, búin að prófa vinstri, allir flokkar á þingi hafa komið að hruni eða áframhaldandi niðurlægingu þjóðarinnar, eða sundrast og misst þann litla stuðning sem þeir fengu.

Hér er t.d. róttæk áætlun sem gæti gengið,

http://neptunus.blog.is/blog/neptunus/entry/958550/

Georg O. Well (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn kæri blogvinur "gamli" skipsfélagi og sveitungi. Er það nokkur furða að við séum sammála eftir formálanum. Kvitta hér hér fyrir marga viðrekstra. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband