27.9.2009 | 19:10
Það þarf að stöðva þessa stjórn strax
Það sýnir best fyrir hverja þessi stjórn vinnur þegar að félagsmálaráðherra segist vera að vinna með bönkum og kaupleigu fyrirtækjum í að laga greiðslubyrði fólks. Af hverju hafa ekki skuldarar aðkomu að þessu máli þeir voru jú þeir sem voru rændir. Og ef þetta eru tillögurnar þá segi ég hingað og ekki lengra þetta er ekkert annað en hrein eignatilfærsla lögvernduð af ríkinu frá skuldurum til lánveitanda. Það að tryggja lánin með hinni arfa vitlausu vísitölu en greiðslurnar með launavísitölu og færa afborganir aftur fyrir það sjá það allir að þetta er eins og maður les að mannsal og þrælahald í Indlandi fari fram. Fólk borgar og borgar en skuldirnar minka aldrei.
Burt með þessa ríkisstjórn fyrir mánaðarmót.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.