Rússar alltaf hjálplegir

Það eru flestir búnir að gleyma því hve Rússar voru okkur hjálplegir þegar að Bretar beittu okkur viðskiptaþvingunum og það sem þeir fengu frá okkur var vara í ekki alltaf hundrað prósent lagi. Þvælan um að þeir vilji eitthvað í staðin eins og Keflavíkurflugvöll vekur upp spurningar um heilindi þeirra stjórnmálamanna sem að halda því fram en auðvitað vilja þeir eitthvað í staðin þeir vilja að við borgum lánið.

Það mætti opinbera að mínu mati hvaða stjórnmálamenn þetta eru og hvort þeir eru í þeim hópi sem vill Icesave því þar er það að verða ljóst að í staðinn vill Alþjóðaauðvaldið með Breta og Hollendinga í fararbroddi óheftan aðgang að auðlindum okkar. Því vakna þær spurningar í minni tortryggnu sál hvort að unnið sé af því að fullum kröftum bak við tjöldin að selja landið til Evrópauðvaldsins og til að koma í veg fyrir hjálp frá vina þjóðum eins og Rússum er alt gert til að gera þá tortryggilega.

Svo ég segi kærar þakkir okkar Rússnesku vinir fyrir að vilja vera okkur hjálplegir á ögurstund.


mbl.is Rússalán innan seilingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband