20.9.2009 | 20:21
Sældin í ESB
Held að þeir sem telja að við værum á grænni grein í dag ef við værum í ESB ættu að horfa á fréttaauka sjónvarpsins í kvöld. Það sem sást frá Lettlandi var þyngra en tárum taki og sýnir best hvernig krumla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og löngun stjórnmálamanna til að ganga í ESB eirir engu og er nákvæmlega sama hvort almúginn lifir eða deyr. Frá mínum bæjardyrum séð væru Lettar sennilega betur komnir án ESB og án þess að vera að reyna að standast Mastrict viðmiðinn.
Miðað við umræðuna í Silfrinu í dag vona ég að Egill nái í nokkra almúgamenn frá Lettlandi til að segja okkur frá draumalífinu í ESB í næsta Silfri
Áfram Ísland ekkert ESB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.