Horfa á fætur sér.

Það er góð regla í göngutúr að glápa á fætur sér en vera ekki að góna á sjóndeildarhringinn. Þó atvinnuleysissjóður tæmist eftir ár þá eru það ekki áhyggjur dagsins í dag. Ef eitthvað er að gert og hjólum atvinnulífsins komið á stað verður alt önnur staða eftir eitt ár.

Ég vildi heldur að háttvirtur ráðherra myndi útskýra fyrir okkur hvernig hann ætlar að jafna réttlæti milli þegna sinna í núinu eða hvort eins og öll tákn eru uppi um að hann ætli blygðunarlaust að bæta fjármagnseigendum skaðann, ormahreinsa útrásarvíkinga og fyrirtæki þeirra og síðan afskrifa smá af þeim sem að skulda mest svo að hægt sé að mjólka þá aðeins meira.
Alt á meðan hann og ein sú al ömurlegasta ríkisstjórn sem setið hefur á valdastóli alt mitt líf skattleggur inn að beini þá sem ekkert til saka unnu og lætur þá borga fyrir alt heila klabbið til að þókanst erlendu valdi og til að blautir draumar um gott útsýni úr glugga í Brussel fyrir útvalda geti ræst.

Áfram Ísland ekkert ESB.


mbl.is Ríkið komi til móts við sjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kerfisbundið unnið að því þessa daganna, að gera allan  almenning að þurfalingum.

Kolbrún Bára Guðveigsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Kolbrún draumaríkið virðist eiga að verða eins og fiskabúr þar sem gullfiskarnir sveima um bíðandi eftir höndinni sem af gæsku sáldrar fóðrinu í búrið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.9.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband