Silfrið í dag

Ég var að horfa á Indverska Nóbelverðlaunahafa í Silfrinu og ég get ekki að því gert en hann sannfærði mig ekki. Sem dæmi iðnaðarþjóðirnar eru vondar af því þær menga svo mikið en hvað um hina skefjalausu fólksfjölgun í hans landi er hún í lagi það eru takmarkaðar auðlyndir á jörðinni.
Þannig að ef við eigum að daga á útblæstri þurfa þeir ekki að fara að taka á tíðni fæðinga.

Hann sagði að sólarorkuver skapa 23 störf á megavatt meðan að Kolaorkuver skapi 7 störf á megavatt ég tel að hann eigi þai við störf í orkuverinu sjálfu þó að það mæti skilja þetta sem afleidd störf. En megavatt er bara orkueining og er nákvæmlega jafnstór sama úr hvaða orkuveri hún kemur þannig að það eru ekki fleiri afleidd störf vegna orku framleiddri af sólinni.
Aftur á móti ef að sólarorkuver þarf 3 sinnum meiri mannafla til framleiðslu þá verður orkan frá þeim mun dýrari sem gerir það að verkum að færri geta notað hana í stöugt fátækari heimi.

Svo er spurning sólin hefur tilgang og öldum saman hafa geislarnir fallið á jörðina og hitað hana og jafnað út hita milli dags og nætur stuðlað að uppgufun og þar með regni ef við nýtum nú orkuna í rafmagnsframleiðslu þá nýtist sú orka ekki til að hita jörðina, kemur það ekki til með að valda vistkerfisbreytingum væri gaman að sjá pælingar um það.

Að lokum var talið til tekna að vera grænmetisæta því að við það sparaðist orka og land sem að færi undir ræktun til kjötframleiðslu  mér fannst vanta pælingar um að það kostar líka orku að rækta grasið ofan í mig og flytja það á diskinn minn, eða verða matartímar framtíðarinnar þannig að fólk stormar út í beðin og leggst á fjórar fætur á beit.
Það þarf landsvæði áburð og erfðabreytingar matjurta til að fæða allan þennan fjölda sem að aftur beinir okkur að vandamáli offjölgunar sem ekki er vandamál í iðnríkjunum heldur þvert á móti

Þetta minnir mig síðan á grein sem ég las frá andstæðingum hnattrænnar hlýnunar að upphaf hennar megi í raun rekja til funda hóps fræðinga sem leituðu leiða til að finna aðferð til mannfjöldastýringar á kúlunni og hvað er betra til þess en ótti og skelfing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband