Hið Íslenska fortíðar gen.

Mér finnst þjóðin mín áhugaverð hvort það er á góðan eða slæman máta ætla ég ekki að dæma um.

Árum saman létum við kúga okkur á allan hátt og reiddum ekki upp hnefa gagnvart kúgurum okkar heldur lásum gamlar fornsögur um góðu kallanna á kálfskinni það er þær sögur sem að ekki var búið að éta þá þegar í hungrinu við létum sem sagt kúgarana komast upp með allt af því að við vorum föst í fortíðinni og litum ekki á núið heldur hræðumst í fornri frægð.

Þetta er nákvæmlega eins í dag við erum svo föst í fortíðinni að kúgarar stundarinnar komast upp með allt þjóðin tautar þetta er Geir að kenna þetta er Sollu að kenna þetta er Sjálfstæðisflokknum að kenna.

En það er ekki svo, það sem að skeði fyrir ári síðan og fram í febrúar má segja að sé þeim að kenna en það sem er að ske núna er núverandi stjórnvöldum að kenna og meðan að fólk áttar sig ekki á því þá verður hér engin breyting heldur áfram svokölluð Norræn velferðarstjórn sem hefur set ný viðmið við skilgreiningu á velferð. Við erum enn föst í fortíðinni en nú á öndverðan hátt allt frá horfelli til rigningar er nú löngu horfnum stjórnvöldum að kenna.

Þó er það kannski ekki alveg svo og kannski gera sumir sér grein fyrir því að innan í þeirri fléttu eða vafningi sem núverandi stjórn er leynist hulduflokkur sem kallast Samfylking og var við völd í fortíð og er sögð við völd í nútíð þó að ekkert hafi til hennar spurst um nokkurn tíma. Kannski setja menn þetta í samhengi þegar leitað er að sekum í fortíð og nútíð þó held ég ekki.

Ég bið Kára Stefáns heitt og innilega að finna fortíðargen Íslendinga og framleiða sprautu við því svo að við getum farið að lifa í núinu og byggja þjóðfélagið á því en ekki frægðarverkum horfna kappa eða mistökum stjórnmálamanna sem að horfnir eru af vettvangi.

Mér fannst þetta gott viðtal hjá Geir og ég kenni honum ekki um hrunið ég ásaka hann fyrir skort á aðhaldi og þau mannlegu mistök að treysta öðru annað ekki. En um ástandið í dag kenni ég núverandi stjórnvöldum og engum öðru og þau eiga ekki að komast upp með að reyna að ýta þeirri ábyrgð af sér.


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst okkar fyrrverandi forsætisráðherra ekki koma vel út úr þessu viðtali.

Hann varpaði engu ljósi á hrunið nema hvað bankarnir höfðu orðið of stórir og EES reglugerðin hefði ekki verið haldgóð og svo náttúrulega að engum einstaklingum væri um að kenna hvernig farið hefði.     Þetta setti hann fram sem fullyrðingar án þess að færa nein rök fyrir sínum skoðunum. Hann virkaði ekki beint traustvekjandi en sjarmerandi á svolítið aulalega vísu. Ég myndi ekki kaupa notaðan bíl af honum nema ég vissi hver hann væri. Ég  skil ekki hvaða erindi hann taldi sig eiga í þáttinn, nema kannski að firra sig persónulegri ábyrgð á íslenska hruninu og þá leitar að spurningin um hversvegna hann kaus sér þennan vetvang til að gefa viðtal við fjölmiðla. Kannski fékk hann vel borgað fyrir mætinguna? Kannski er hann athyglissjúkur og  mætir hvar sem einhver hlustar?

Þér fannst þetta "gott viðtal hjá Geir". Ég spyr, í  fullri alvöru : Hversvegna finnst þér þetta hafa verið gott viðtal hjá Geir?

Agla (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:24

2 identicon

Ég er sammála þér Jón. 

Merkilegt að allt sem illa gengur hjá núverandi ríkisstjórn virðist alltaf vera löngu horfinni ríkisstjórn að kenna.

Minnir mann á þau viðhorf sem blöstu við þeim sem heimsóttu Rússland eftir að Kommúnistarnir tóku þar völdin.  Í áraraðir komust þeir upp með að kenna þeim sem á undan sátu um alla þá galla sem fylgdu kommúnismanum en hirtu að sjálfsögðu heiðurinn af því sem vel kom út.
Þetta keypti almenningur og þetta keyptu þeir utanaðkomandi aðilar sem sóttu Rússland heim til að kynna sér starf kommúnismanns.  (Þó var misjafnt hvernig menn litu á "afrek" kommúnismanss og gat munað miklu á upplifun þeirra sem stóðu vinstra eða hægra megin)

En stjórnvöld eiga að sjálfsögðu ekki að fá að komast upp með að velta ábyrgðinni sífellt frá sér og yfir á fyrri ríkisstjórn.  Það hlýtur að eiga að dæma þessa stjórn af eigin verðleikum, sem ekki eru miklir, ef ég á að segja eins og er.

Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessuð Agla Það sem að mér finnst best við Geir er að hann er mannlegur mér finnst hann ekkert vera að firra sig ábyrgð en það er fáleitt að tala um að hann beri persónulega ábyrgð á hruninu frekar en að lögreglustjóri beri ábyrgð á innbrotafaraldri. Geir er búin að marg biðja okkur afsökunar á hruninu og ég geri enga kröfu um að hann berji sér á bak á Austurvelli til að þjónka löngun minni í að einhver verði látin gjalda þess. Með ´því að segja að stjórnvöld hefðu getað staðið sig betur er hann að segja að þau beri ábyrgð á sínum hluta. Mér finnst það meiri manndómur heldur en að kenna einhverjum í fortíðinni um vandamál dagsins í dag.

Hrafna Það stendur upp á okkur núna að láta ekki núverandi stjórnvöld avega okkur með heimatilbúnum reyksprengjum við þurfum að halda þeim við efnið og helst losna við þau en það sýnir hversu alvarlegt ástandið er að það eru ekki mörg nöfn sem að koma upp í hugan þegar maður spyr sig hver gæti tekið við. Þó er ég sammála þeim 37% þjóðarinnar sem að nefndu eitt nafn í Bylgjukönnun í síðustu viku.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.9.2009 kl. 18:22

4 identicon

Þar er ég sammála þér líka Jón.  Þann mann vildi ég líka sjá koma aftur fram á völlinn.  Hvort sem það yrði með þátttöku í stjórnmálum eða sem pistlahöfund á t.d Mogganum.   Finnst að hann þurfi að vera meira áberandi í fjölmiðlum hvort sem hann kýs að taka þátt í stjórnmálum eða ekki.  Hann nýtur mikillar virðingar og margir líta upp til hans.  Myndi fegin vilja sjá hann skrifa greinar í fjölmiðla um pólitík og hin ýmsu dægurmál og allra best væri að sjá hann stíga aftur inn í stjórnmálin ef hann er tilbúin til þess.

Hrafna (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:38

5 identicon

Blessaður Jón Aðalsteinn,

Ég skil hvað þú segir en þú svaraðar ekki spurningunni um hversvegna þér fannst "þetta gott viðtal hjá Geir"!.

Kveðja

Agla (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 19:24

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér fannst það gott Agla því hann var hreinn og beinn og fyrir þá sem að segja að hann hafi ekki beðið afsökunar heyri eg ekki betur en að hann segist axla þá ábyrgð á hruninu sem er honum að kenna en að ætla að kenna honum um það allt er þvæla. Hvar var Björgvin hvar var Jón Sigurðsson Ingibjörg Sólrún og fleiri og hverjir stunduðu innherjaviðskipti og Matador spil flesti versla jú enn hjá þeim hafa síma hjá þeim og styrkja þá með greiðslum hvern dag.

Nei mér fannst Geir ærlegur og þess vegna fannst mér þetta gott viðtal en hvað finnst þér vont við viðtalið þú segist ekki kaupa bíl af honum nema að þú vissir hver hann væri. Er það vegna þess að þá veistu að hann er Geir H og honum er treystandi ? Hvað er svona vont við viðtalið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.9.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband