19.9.2009 | 10:16
Hin mjúka hönd Steingríms
Stjórnvöld hafa talað mikið fyrir gæðum úrlausna sinna fyrir fólk í landinu greiðsluaðlögun tilsjónarmenn og hvað þetta heitir nú alt sem að fólk á að hafa aðgang að. Þetta er frábært kerfi og svo réttlátt.
Manneskju er lánaður peningur af stofnun sem að ráðleggur henni hvernig best er að hafa þetta svo að lífið verði sem bærilegast fórnarlambið gleypir agnið tekur lánið. Stofnunin ræðst síðan á allar forsendur sem að gerbreytast alt fer á vonarvöl.
Þeir sem að ollu hruninu eru hreinsaðir og það ekki einu sinni í eldi heldur ilmolíu en fórnarlambið dregið fyrir dómara og nafn þess kallað á torgum og strætum meðan gerendurnir eru varðir út yir gröf og dauða.
Þá skal einungis taka þær skuldir til aðlögunar sem ekki eru trygg veð fyrir því stofnunin sem ég vil hér eftir kalla sníkjudýr veit að hún getur lagst á fleiri hýsla til að seðja hungur sitt og græðgi. Hýsla sem eru ættingjar og fjölskylda skuldunautarins sem vegna arfavitlausra reglna settra af sníkjudýrinu og vinum þess, hafa drýgt þann glæp að reyna að hjálpa börnum sínum af stað í lífsbaráttunni með því að ábyrgjast lántöku þeirra.
Sníkjudýrin lána síðan ekki miðað við greiðslugetu lántakanda heldur frekar miðað við verðmæti eigna ábyrðaraðila sem seinna er hægt að ganga að.
Setningin að neðan þýðir á manna máli það á bara að taka til greiðsluaðlögunar hjá þér þær skuldir sem að við höfum ekki örugg veð fyrir þú þrælar þér síðan út alla þina ævi síðan börn og barna börn til að borga þetta. Hitt getum við innheimt með því að bjóða ofanaf vinum þinum og vandamönnum eða þau geta gengið að sömu þrælakjörum fyrir sig og sína afkomendur. Er furða að Iceland Express bjóði upp á farmiða á góðu verði "aðra leiðina" held að það þurfi ekki að segja fólki hvora leiðina það er.
"Ekki hefði átt að taka tillit til þessara skulda yfirhöfuð í greiðsluaðlöguninni þar sem lánardrottnar gætu gert fjárnám í eignum ábyrgðaraðila" Þessi setning sínir klæðaleysi keisarans vel
Gjaldþrot álitið betra en úrræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.