Það vantar allt Malt í Steingrím núna

Ansi fannst mér Bleik brugðið nú í tíu fréttunum Það er hálf dapurt af manni í forustu þjóðar að vera búin að leggjast í móðurætt gagnvart erlendum kúgurum. Það þýðir ekkert að gera þetta og hitt vegna þess að vondu gæjarnir eru svo stórir og sterkir. Það  verður bara að bíða eftir molunum frá AGS þegar þeim þóknast eða réttara sagt þegar Bretum og Hollendingum þóknast. Mér fannst Steingrímur vera yfir sig þreyttur og jafnvel hálf bugaður sem er ekki skrítið miðað við það álag sem á manninum hlýtur að vera.

En  þjóð ekki leidd út út erfiðleikum og vandræðum á þennan hátt það er eiginlega algjör nauðsyn að fólk hafi trú á sínum verkefnum en á það skortir mikið finnst mér. Það er komin tími til að Jóhanna og Steingrímur íhugi alvarlega hvort að þau geri ekki þjóð sinni meira gagn með því að stíga til hliðar og draga sig í hlé. Ég efast ekki um að Steingrímur er að gera sitt allra besta en hann getur þetta ekki einn Því einn er hann þessa dagana allir aðrir í ríkisstjórninni eru ljósfælnir með afbrigðum.

Stigið því til hliðar ágætu leiðtogar og rýmið til fyrir einhverjum sem að þjóðin treystir og hefur bein í nefinu til að leiða þjóð sína út úr ógöngunum. Steingrímur væri örugglega góð hjálparhella þess leiðtoga. Ég held síðan að það hafi komið ágætlega fram í Bylgjukönnun gærdagsins hvern þjóðin telur best fallin til að leiða hana út úr ógöngunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband