Jöfn hlutföll

Mér er alveg sama hvort að fulltrúar mínir ganga í pilsi eða buxum og hvort þeir hafi þvaglát sitjandi eða standandi.

Ég aftur á móti geri kröfu um það að sammþykkt verði stefna sem að feli í sér 100% hlutfall af hæfu fólki í efstu sæti framboðslista og ég mótmæli því ef að það á að skipta út fólki sem er kannski hæfara en annað einfaldlega vegna tegundar tóla þeirra. Þetta finnst mér tímakekkja og 2007 hugsun það er færni sem að skiptir máli en ekki kynferði.


mbl.is Vill jöfn kynjahlutföll á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Heyr, heyr.

Þessi kvennahópur einblínir of mikið á hluti sem eiga ekki að skipta máli og eiga ekkert sammerkt við jafnrétti.

Jafnrétti þýðir eingöngu að farið er eftir hæfni. Ef 10 hæfir karlmenn og 5 hæfar konur sækja um sömu 10 stöðurnar þá er eðlilegt (miðað við algjörlega jafnt hæfi, jafnt á pappírum og til samstarfs) að 7 eða 8 sem settir eru á listann séu karlmenn og 2 eða 3 séu konur.

Staðreyndin er bara að það eru færri konur sem sækja í þessi störf. Þær sem gera það eru hins vegar margar hverjar vel hæfar, og búa í þjóðfélagi þar sem þær komast nákvæmlega eins langt og þær ætla sér. Fyrrverandi forseti, núverandi forsætisráðherra, núverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Samfylkingar (ákvað að tvítelja Jóhönnu ekki). Allt konur. Allar komust áfram vegna hæfileika og persónuleika sem dugðu til að sigra alla karlana sem þær voru í samkeppni við.

Þær komust áfram á eigin verðleikum. 

Ari Kolbeinsson, 6.9.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

skrýtið finnst mér þegar fólk vill láta kynfæragerð sína ráða hvort það kemst inná þing eða ekki, síðan er sama fólk alfarið á móti vændi, sé ekki annað en þetta sé nokkuð sami hlutur, jú að nýta sér kynfærin til framdráttar

Anton Þór Harðarson, 6.9.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband