5.9.2009 | 23:09
Stjónrvöld fari frá núna
Það er alveg magnað að eiga forustu mann sem að gerir ekkert annað en að tala kjarkinn úr þegnum sínum. Hvernig hefði mankynssagan farið ef Churchill hefði ekki staðið í lappirnar þegar á þurfti að halda. Þeir sem bjóða sig fram til að leiða þjóð eiga að gera þá kröfu til sjálfs sín að þeir séu leiðtogar en ekki jábræður þeirra sem vilja knésetja þá þjóð sem að viðkomandi er fulltrúi fyrir. Það er orðið dagljóst að það þarf að kjósa aftur og velja fólk til forustu sem að skilur það hvað felst í orðinu Íslendingur og að við mikil meirihluti landsmanna skömmumst okkur bara ekki neitt fyrir gjörðir örfárra þetta bull um sekt okkar er orðið eins og að ef einhver brytist inn þá væri ættingi hans i þriðja lið látin borga það er komið nóg af þessu. Ef að stjórnvöld ætla sér ekki að standa í lappirnar ber þeim að víkja fyrir nýjum stjórnvöldum það vantaði ekki handalyftingar og fullyrðingar þegar tekið var við en hvað hefur skeð ekkert nema skattahækkanir sem lenda beint í vísitölunni Ég neita að vera þáttakandi í þessu lengur.
Steingrímur talar alltaf um eitthvað ógnvænlegt eins og véfréttin í Deli en hann getur aldrei sagt hvað þetta ógnvænlega er. Ef Bretar og Hollendingar vilja ekki samninganna þá verður samið aftur og vonandi betur eða að þeir sækja rétt sinn fyrir héraðsdóm Reykjavíkur sem er hinn lögformlega og rétta leið.
Ef þeir síðan ætla að beita okkur fantabrögðum sem ekki er ólíklegt hjá þjóðum sem hafa ekki meiri sjálfsvirðingu en svo að skipta á hryðjuverkamanni og olíu þá gera þeir það bara. Við segjum okkur þá úr NATO og hefjum sjálfstæða utanríkisstefnu sem komin er tími til. Veröldin er nefnilega stærri en Evrópa þó að stundum mætti halda að ráðamenn okkar hefðu þá sín á heiminn sem að var á jörðinni áður en landafundirnir urðu.
Síðan spyr ég enn og aftur hvort að VG séu einir í stjórn og lýsi eftir samstarfsflokki þeirra því hann sést ekki og finnst ekki þó pælt sé i gegnum stafla af fréttum. Það er alveg ótrúlegt hvað blessaðri fylkingunni tekst að sigla óáreittir í gegnum þessa ólgusjói.
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo hjartanlega sammála þér.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.9.2009 kl. 23:55
Þakka athugasemdina kæra bloggvinkona
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.9.2009 kl. 00:21
Það er ég líka. Þetta ,,ógnvænlega,, er við völd hér.
Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2009 kl. 00:24
Ég er þér hjartanlega sammála. Því látum við ekki reyna á hollendinga og breta með því að neita að borga og leyfum þeim að sækja mál á hendur útrásarvíkinganna. Við höfum ekkert með þá að gera og höfum aldrei haft. Ekki vildu þeir deila með okkur góðærinu, hversvegna eigum við að létta af þeim byrðunum ? Enn á ný vill frjálshyggjan hirða ávinninginn en fá ríkisábyrgð á tapið.
Stjórnvöld stóðu við bakið á útrásarvíkingunum og dásömuðu þá, þrátt fyrir viðvaranir bæði innanlands og utan, og sögðu alla þá, sem vöruðu við gerðum þeirra, bölsýnismenn og fulla af öfund. Bankahrunið er ekki náttúruhamfarir eins og stjórnmálamenn hafa reynt að telja okkur trú um.
Af hverju eru "útrásarvíkingarnir" ekki í stöðu sakborninga ? Afhverju eru þeir ekki gerðir ábyrgir gerða sinna og hnepptir í fangelsi á meðan mál þeirra eru rannsökuð eins og í öðrum glæpamálum ?
Er það ekki glæpur að hneppa heila þjóð í ánauð ? Hver gaf þeim leyfi til að veðsetja börnin okkar ? Er það ekki glæpur ?
Það eru landráðamenn sem setja eigin hag í forsæti gegn öryggi heillar þjóðar. Tökum á þeim með viðeigandi hætti og hættum að sleikja á þeim rassgatið. Hættum að velta okkur upp úr þessu ástandi og öllu kjaftæði um Icesafe samninga. Þetta eru ekki okkar skuldir.
Stjórnvöld þora ekki að verja okkur. Við þorum að verja okkur og afkomendur okkar.
"Stórþjóðirnar" bretar og hollendingar hafa, með tilstyrk Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sýnt sitt rétta andlit og beitt okkur þvingunum. Sýnum að við látum þá ekki vaða yfir okkur. Sýnum að við erum menn en ekki mýs.
Það þýðir ekkert lengur að leggja málin í hendur ráðamanna. Þeir skynja ekki hjartsláttinn í samfélaginu. Veruleiki okkar er þeim svo víðsfjarri. Við þurfum fólk sem skilur hvað er að gerast í þjóðfélaginu og er tilbúið til að vinna með okkur. Við þurfum fólk á Alþingi sem vinnur fyrir okkur en ekki á móti okkur. Mokum flórinn og hendum skítnum út
Mótmælin víða um land náðu ekki eyrum ráðamanna.
Nú er nóg komið.
Skilaboðin eru skýr.
Við borgum ekki.
Jói (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 00:55
Jæja það er þá hægtað hlægja eitt augnablik þegar ég sá ath.semd mína.Var að samsinna ath.semd Sólveigar,(það er ég líka),enda var bara hún þarna,þegar ég sendi. Ríkisstjórnina sem er hér við völd,ræður ekki við hlutverkið.
Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2009 kl. 02:52
Frakka konungur sagði ríkið það er ég ég er ósammála honum ríkið það er fólkið og ef við stöndum saman þá er valdið okkar vandamálið er að standa saman og það virðist vera óleysanlegt vandamál vegna þess að við unum aldrei öðrum að fá eitthvað meira en við fáum á því þurfum við að vinna bug
En ég er sammála ykkur þremur í öllum atriðum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.9.2009 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.