Skilaboð til Steingríms

Ég ætla að segja þér sögu Steingrímur úr Íslenskum raunveruleika í dag. Íslendingur drýgði þann glæp að skipta um húsnæði eins og svo margir en vegna pókersspils uppáhalds barna þinna og hrunsins sem spilararnir ollu, gat hann ekki selt og er nú einn af stækkandi hópi sem er komin á gjaldþrota skrá. Um það fjallar þetta þó ekki heldur þá staðreynd að í velferðarþjóðfélagi þínu er búið að sérmerkja þennan hóp í hinu daglega lífi og fyrirtæki sem sum hver voru gefin vinum og vandamönnum fyrir lítið fé, lítið fé sem síðan er ekki einu sinni búið að borga samkvæmt fréttum,  níðast nú á þessu fólki við hvert tækifæri.

Tilefnið að þessum skrifum er það á viðkomandi manneskja var svo frek í dag þegar að hún hafði fundið sér húsnæði til leigu að ætla sér þann ósóma að fá sér síma, sem hefur reyndar staðið til í nokkurn tíma en verið í stappi því þó að númerið hafi verið lagt inn til geymslu, þá á einhvern ótrúlegan máta hafði verið hringt úr því og það skyldi borgast og það skrítnasta var að á þeim tíma sem að þessar hringingar áttu að hafa átt sér stað þá bjó manneskjan í húsi þar sem var ekki símalögn. Ekki var hægt að fá útskrift á þessum símtölum sem er athyglisvert. 
En fyrir rest gafst hún upp og greiddi þá skuld sem var á númerinu. En hvað skeður upp úr hatti fyrirtækisins dettur þá eldri skuld frá síðustu öld já 9 ára skuld. Viðkomandi vildi fá að sjá útprentun á skuldinni en var neitað um það svarið var ég sé þetta í tölvunni en má ekki sína það?

Svo vill til að eigandi þessa bloggs leigði af þessari manneskju íbúð og síma hennar frá 2002 til 2003 og lét loka númerinu árið 2003 og þá skuldlausu og hefur reikninga frá þeim árum þar sem kemur fram að engin eldri skuld sé til staðar. Allt hið skrítnasta mál finnst mér og ef að einhverjir hafa sömu sögu að segja af gamla ríkisfjarskipta batteríinu þætti mér vænt um að fá að heyra þær kannski er ég bara svona illa innrættur en mér finnst örla á skítalykt hér.

Málið í hnotskurn er það að þessi manneskja sem nú er búið að merkja og henda út út þjóðfélaginu eins og holdsveikir voru geymdir fyrir utan borgarhliðin í gamla daga og útilokaðir úr samfélaginu þessi manneskja er í kvöld enn án síma og nettengingar sem að kannski er talin óþarfi í dag en okkur hinum sem að en höfum ekki verið settir á listann finnst nauðsynlegur hlutur í velferðarþjóðfélagi. Hvers vegna er hún símalaus jú hún er komin á skrá vanskilamanna  og þá færðu ekki síma nema að gera eitt af eftirfarandi

Hjá einu fyrirtækinu að leggja inn kort til tryggingar greiðslu Eitt það fyrsta sem tekið er af þessu fólki í velferðarþjóðfélaginu þínu Steingrímur eru kortin þannig að hvernig eiga þau að leggja fram kort sem tryggingu.

Annað félag vill 40.000 Kr í tryggingu fyrir tengingu kannski sanngjarnt En hugum málið látum vera að það væri trygging lögð inn á bók og þegar viðskiptum líkur þá fær viðkomandi bókina til baka með vöxtum ef allt er í skilum. Nei fyrirtækið tekur peninginn og þegar spurt var hvernig hann yrði geymdur eða vöxtum ráðstafað voru engin svör.

Þriðja fyrir tækið virðist síðan draga upp eldri og eldri reikninga sem að ekki er hægt að fá að sjá útprentun á.

Nei Steingrímur ég ráðlegg þeim í þinni stóru þjóðar fjölskyldu sem ákveða að leita á náðir velferðar þeirrar og greiðlsuaðlögunnar sem að þú bíður upp á að hugsa vel sinn gang áður en þeir gera það og nota þá frekar síðustu peningana til að flytja úr landi til einhvers lands þar sem raunveruleg velferð ríkir og fólk sem að hefur lent í brotsjóum lífsins fær að lifa lífinu innan borgarmúra samfélagsins en ekki sem holdsveikir til hliðar við það.

Það kaldhæðnislegasta í þessu öllu saman er síðan að hlusta á fagurgala viðkomandi fyrirtækja þegar þau eru að veiða viðskiptavini í net sín en þegar á reynir eru þau sem aðrar blóðsugur þegar hræið er örmagna er það látið gossa og leitað að því næsta.
Mér er spurn hvað margir þeirra sem að nú hafa fengið eða eru í biðröð eftir afskriftum af bólu fyrirtækjum sem þeir stofnuðu eru á vanskilaskrá eða án síma ætli það nái tölunni einn.
En kaldhæðnislegra er að hugsa um hverjir eru eigendur umræddra fyrirtækja.

En til að enda þetta Steingrímur þá leiddi þessi dagur til þeirrar ákvörðunar hjá þessari manneskju að hefja pökkun á því litla sem eftir er og flytja úr landi og koma aldrei aftur kannski er hún ekki neinn spekileki sem allir virðast vera svo uppteknir af að missa ekki úr landi en hún er -1  einstaklingur í þessu þjóðfélagi og hver veit nema að afkomendur fylgi og fari líka því að eins og sést hefur í fámennum sveitafélögum þá getur brottflutningur fárra leitt af sér keðjuverkun.
En af hverju pakkar hún og geymir dótið jú vegna þess að í dag getur þessi hópur varla flutt sitt litla dót með sér í burtu vegna þess að skipafélöginn fara líka eftir þessari vanskilaskrá og samkvæmt því sem að ég síðast heyrði fær fólk á henni ekki leigðan gám.
 

Er furða að manni flökri



mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband