22.8.2009 | 09:33
Jafnaðarstefnan
Það virðist vera erfitt fyrir mannfólkið að koma sér út úr þeirri jafnaðarstefnu sem að lýst er svo vel í bókinni Animal Farm það er að sumir séu alltaf jafnari en aðrir. Ég skil ósköp vel að það sé freistandi að taka skuldir þeirra verst settu og létta á þeim greiðslubyrðina en ef að ráðherrann hefur lög að mæla setur það einungis þyngri greiðslubyrði á þá sem næstir eru og svo koll af kolli þar til allir eru fallnir. Hann segir sjálfur að niðurfelling skulda dragi úr getunni til að skapa verðmæti á ný.
Þessi aðferð er óréttlát hún lætur þá sem að fóru varlega bera byrgðar þeirra sem að ekki fóru varlega og við sem að stigum létt til jarðar erum búnir að fá nóg af því að axla byrðar annarra ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem að þeirri aðgerð hefur verið beitt á bak mitt síðustu 50 árin og mér finnst komið nóg.
Eina leiðin er jöfn niðurfelling skulda yfir línuna og síðan sértækar aðgerðir fyrir þá sem að það dugar ekki fyrir. Sumum er ekki hægt að bjarga það verður að viðurkenna það en er einhver ástæða til að hengja fólk í klafa óréttlátra gjaldþrota laga hvernig væri að breyta þeim og setja lög um að ef eignir dugi ekki fyrir lúkningu skulda er málinu lokið og einstaklingur getur hafið lífið að nýu og skapað vermæti í þjóðarbúið það væri hin rétta leið en hún skilar ekki eins miklu í kassana fyrir innheimtustofnanir sem að fitna nú sem aldrei fyrr.
Jöfn niðurfelling kemur í veg fyrir vinargreiða og pólitískar bjarganir sem að menn virðast ekki geta vanið sig af hér á landi.
Þeir sem eiga fjármagn eru auðvitað á móti þessu en höfum í huga hve miklu af eignum þeirra var bjargað með neyðarlögunum það ætti kannski að birta lista svo allt sé upp á borðinu hverjir áttu það fjármagn ég er hræddur um að það myndi valda smá titringi í þjóðfélaginu væri það uppi á borðinu hverjir væru til dæmis þeir 100 einstaklingar sem að höfðu mestan hag af neyðarlögunum
Við maurarnir áttum fæstir meira en 3000 000 á reikningum þannig að fyrir stóran hluta þjóðarinnar skiptu neyðarlögin engu máli varðandi björgun eigna en þau skiptu þann sama meirihluta miklu máli varðandi rýrnun eigna því að peningurinn til að borga þennan pening kemur úr vösum okkar gegnum hækkandi höfuðstól lána.
Síðan er ég farin að velta því fyrir mér hvort að það sé ekki fólk með góða menntun en ranga á okkar háa Alþingi Þar eru að meginstofni lögfræðingar viðskiptafræðingar og fólk menntað í akademíunni en ég held að það sé enginn iðnaðarmaður og mjög fáir sjómenn og skúringakonur og fólk úr hinum svokölluðu millistéttum. Því þarf að breyta að mínu mati.
Hin akademíska menntun að mínu mati er byggð á staðreyndum og kenningum settum fram af hinum færustu mönnum og þær eru réttar en því miður er hin mannlegi þáttur breytanleg stærð og hefur í gegnum tíðina oft gert hinar bestu kenningar marklausar þegar hegðun mannskepnunnar verður ekki eins og búið var að reikna út. Það þarf fleira fólk þarna sem menntað er í hinum margbreytilega og harða skóla lífsins sem fellir nemendur miskunnarlaust ef þeir læra ekki heima.
Lög og viðskipti snúast síðan um markaðsmál og reglur og það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk sem hefur starfað að hámarka framlegð eða við að krefja fólk um skuldir sínar, að skilja það sem þarf að gera núna það er einfaldlega andstætt öllu sem þeim hefur verið kennt. Það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk með þennan grunn að skilja nauðsyn þess á að strika út skuldir og arð þó ímyndaður sé.
Iðnarmenn aftur á móti vinna alla daga við að laga það sem aflaga fer og byggja nýtt þannig að þeim ætti ekki að vaxa í augum sú staðreynd að núverandi kerfi er ónýtt það þarf að laga það og endurbyggja án þess að halda upp á ónýtu hlutina. Sjómenn og iðnverkafólk framleiða verðmæti vinna sem kemur til með að draga okkur upp úr kreppunni því ættu þessir hópar ásamt öðrum hópum sem að skapa verðmæti að eiga fjölda fulltrúa á þingi.
Síðan og ekki síst þá tók ég hreingerninga fólk sem dæmi því að nú þurfum við á fólki að halda sem að kann tökin á því að gera hreint og moka út skítnum oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn og ekki væri verra að hafa fólk úr þeim umönnunar stéttum sem að sýna lasburða fólki kærleik því margir þurfa á kærleik að halda í dag.
Kannski er vandi okkar að vantar meira af svona fólki á Alþingi svo að því veittist léttara að hugsa um fólk og þarfir þess heldur en um peninga og hag þeirra sem þá eiga. Væri það ekki líka aukin jöfnuður ef að á þingi sæti fólk sem að væri spegilmynd þjóðfélagsins alls en ekki bara hluta þess.
Ráðherra vill afskrifa skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.