Minn er hugur þungur í dag.

Eina sem að mér kemur í hug til að lýsa því hvað á gengur í Íslensku heilabúi mínu þessa stundina eru þessi tvö erindi  úr ágætu sönglagi sem ég man ekki nafnið á sem stendur

Í dag er ég reiður  í dag vil ég brjóta,

drepa og brenna hér allt niðr í svörð;

hengja og skjóta alla helvítis þrjóta.

Hræki nú skýin á sökkvandi jörð

Farðu í heitasta hel!

Skaki hörmungarél

hnöttinn af brautinni og þá er vel!

Í dag er ég snauður og á ekki eyri,

ölmusumaður á beiningaferð.

Einasta vonin að himnarnir heyri

þó hanga um mig tötrarnir, eins og þú sérð.

Gef mér aflóa fat

eða fleygðu í mig mat!

Því forðastu að tylla þér þar sem ég sat.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jón.

Ég trúi ekki að þingmenn Sjálfsstæðisflokksins gefi heimild til ríkisábyrgðar - samningurinn verður óbreyttur og fyrirvararnir þar utan um- þeir gera EKKERT gagn.

Hefurðu lesið pistilinn hans Björns Bjarnasonar í dag hann segir að það sé borin von að Sjálfsstæðisflokkurinn gefi heimild fyrir ríkisábyrgð..............!

Góður pistill hjá Birni.........!

Benedikta E, 15.8.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

kiki á hann Benedikta

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 23:47

3 identicon

Benedikta, ræður Björn Bjarna yfir sjálfstæðisflokknum? Hélt að Bjarni Ben væri formaður og Björn kominn á eftirlaun og hættur? Hvað eru aflóga stjórnmálamenn að reyna að stjórna alltaf þarna í FLokknum? Er Björn aftursætisbílstjórinn ? Er hann tekinn við embættinu af Davíð? En kannski verður Bjarni eins og í ESB málinu, skiptir um skoðun nokkrum sinnum áður en hann ákveður sig ?

Ína (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er heldur betur þungt í þér, gamli skólabróðir og vinur kannski eins gott að það er töluvert langt á milli okkar sem stendur.  Annars skil ég þig mjög vel það er ansi þungt í mér líka og þá sérstaklega vegna þess að "LEÐURHAUSARNIR" í ríkisstjórn NÁÐUTELJA  þingmönnum ANNARRA flokka TRÚ um að það NÆGÐI AÐ GERA FYRIRVARA VIÐ SAMÞYKKT NAUÐASAMNINGSINS.  Ég bloggað um þetta í gær SJÁ HÉR.

Jóhann Elíasson, 16.8.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Benedikta E

Ína.

Ég heyri að þú hefur miklar áhyggjur af Sjálfsstæðisflokknum - Þar er valinn maður í hverju rúmi og færir í hvaða sæti sem er .............!

Ég heyri að bloggið hans Björns hefur ógnað þér rosalega - það væri best fyrir þig að ræða það við hann sjálfan.....!

En ég vil benda þér á bloggið hans Jóhanns Elíassonar - hann er ekki síðri bloggari en Björn..........!

Benedikta E, 16.8.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband