15.8.2009 | 21:56
Eini málsvari þjóðarinnar.
Það mætti alveg spyrja sjálfan sig að því og mér finnst litla athygli vekja að í raun verja erlendir fjölmiðlar okkar málstað meira en þeir fjölmiðlar sem við þó þurfum að greiða nefskatt til eða þeir sem troðið er inn um lúguna á hverjum morgni. Ég get ekki annað en spurt sjálfan mig hvort að þetta sé ein afleiðing fjölmiðla laganna sem að forseti vor neitaði að skrifa undir hér um árið vegna þess að löginn mynduðu gjá milli þings og þjóðar. Sá hinn sami forseti vor hlýtur í dag að vera sjálfum sér samkvæmur og neita að skrifa undir lög um ríkisábyrgð á Iceasve reikningum.
En mér finnst að Íslenskir fjölmiðlar margir hverjir mættu líta í eigin rann og spyrja sjálfan sig hvort að það sé eðlilegt að Financial Time verji málstað Íslensku þjóðarinnar af meiri krafti heldur en að þeir hafa stundað síðustu misserin. Það vantaði ekki stuðninginn við útrásina ef ég man rétt.´
Mér finnst allavega dálítið nöturlegt að ég skuli í dag líta á Financial Times sem einn helsta málsvara minn og þjóðarinnar.
FT: Ábyrgðin sameiginleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já glöggt er gests augað. Það er alveg augljóst hvar RÚV hefur staðið í þessu Ices(L)ave-máli, hver segir að fjölmiðlarnir þjóni EKKI eigendum sínum? Hefur ekki fréttaflutningur RÚV af þessu máli verið ríkisstjórninni frekar hagstæður?
Jóhann Elíasson, 15.8.2009 kl. 22:02
hjartanlega sammála Jói allavega eins og sá flutningur kemur mér fyrir sjónir
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.