Dökkur dagur.

Nú er leiksýningunni lokið tjöldin fallinn og allir klappa í lokinn nema Framsóknarflokkur. Þeir mega þó eiga það að þeir hafa staðið á sínu í þessu máli. Þessi niðurstaða veldur því að ég skoða hug minn varðandi þá flokka sem að hér ríkja. Sem stuðningsmaður þess að við borgum það sem lög og reglur segja en ekki krónu meir og andstæðingur þess að greiða skuldir óreiðumanna sem síðan virðast eiga fé aflögu til að stofna hér fyrirtæki upp á miljarða þá hef ég í dag íhugað hvað til ráða skuli taka.

Ég sé ekki að þeir sem eru mér sammála það er á móti ESB á móti því að létta greiðslubyrðinni af útrásarvíkingunum, eru fylgjandi frelsi einstaklingsins og einkaframtakinu á móti því að ríkið sé ofan í hversmannskoppi og hirði aðra hverja krónu til að geta útdeilt henni eftir því sem að ríkinu hentar og fylgjandi því að taka hart á þeim sem að sigldu skútuna í kaf.

Ég sé ekki að þeir sem eru sama sinnis geti kosið nokkurn þeirra flokka sem nú um stundir eru til. Ekki einu sinni Framsókn vegna Evrópudaðurs þeirra. Ég er á því að við sem deilum þessum skoðunum höfum ekki aðra leið eftir þá niðurlægingu sem að þjóð okkar hefur verið boðið upp á heldur en að vinna að stofnun flokks sem að vinnur að þessum gildum það er þjóðlegan hægri flokk sem hefur enga skömm á því að láta Íslenska hagsmuni ganga fyrir öðrum og lýtur ekki í gras í hvert sinn sem að þarf að eiga samskipti við útlönd.

Þeim sem deila þessari skoðun með mér er vel frjálst að hafa samband. Þau samtök sem að hafa barist fyrir fullveldinu eru og verða góðra gjalda verð en það er nú ljóst að það þarf að spyrna við fótum mun harðar. Svo að það sé á hreinu þá meina ég hægri flokk með stóru H flokk sem að heldur lengra til hægri en VG er til vinstri það er komið nóg af miðju moði í Íslensrki pólitík.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband