Stórhættuleg leyniþjónusta.

Ég skil vel að menn fagni lekanum á Kaupþingsskjölunum og að mínu mati geta stjórnmálamenn og rannsakendur kennt sér um þá ólgu sem að þetta olli því hvað sem að öllum yfirlýsingum um gegnsæi lýður þá hefur það verið í músarlíki og það er þessi skortur á gegnsæi sem að hefur orðið lífsvökvi afstöðu landsmanna gagnvart þessum málum það er reiðinni sem fær hvergi heilbrigða útrás og leitinni að sannleikanum sem að reynt er að hylja af öllum mætti. Á þessu er einföld lausn það er heiðarleiki auðmýkt og upplýsingagjöf og það kæmi mönnum kannski á óvart hvað þá er stutt í fyrirgefninguna frá þeim sem að misrétti hafa verið beittir.

Ég er algjörlega á móti leyniþjónustu fólksins það er stórhættulegur hlutur sem að þeir sem fagna þessum upplýsingaleka í dag gera sér enga grein fyrir.
Þessi leki hefur þegar kostað okkur fjármuni samkvæmt fréttum af FIH banka fjármuni sem að hægt hefði verið að nota í annað. En peningar eru forgengilegir og eru ekki aðalmálið.
Leyniþjónustur fólksins eru ekkert nýtt þær hafa alltaf verið til og afreksverk þeirra eru mikil

Í Rússlandi handtökur jafnvel aftökur eða Síberíu vist ótalins fjölda fólks.
Í Austur þýskalandi starfaði leyniþjónusta fólksins af miklu afli eins og þekkt er
Það var einhver meðlimur leyniþjónustu fólksins sem að sagði til Önnu Frank svo að hún var send í útrýmingarbúðir ásamt ótölulegum fjölda fólks sem að leyniþjónusta fólks þess tíma vísaði á.
 
Á Íslandi í dag hefur heyrst um  dæmi þar sem saklaust fólk hefur orðið að sanna það að það var ekki að svindla á bótum vegna þess að einhver úr leyniþjónustu fólksins hringdi í símanúmer þar sem að fólk í þessari leyniþjónustu getur hringt án þess að segja deili á sér.

Er þetta þjóðfélag sem að við viljum ég er ekki að verja þá sem að brjóta af sér en ég vil ekki svona þjóðfélag jafnvel þó að það þíði að mér líki ekki alltaf þær aðgerðir sem eru í gangi. En ég get þó mótmælt þeim án þess að eiga á hættu handtöku vegna upplýsinga frá leyniþjónustu fólksins sem er kannski bara nágranni minn sem að ég pirraði einhvern tíma í hittifyrra með að leggja í stæðið hans.

 


mbl.is Leyniþjónusta fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Við þurfum að láta ljósið skýna á þessa atburði.

Sem eru að leggja í rúst samfélögum okkar og  heimsins!

Manngildi, heilsa, samkend, vitund um að tilheyra fjölskyldu, þjóð.

Þetta eru að verða fallandi gildi - græðgi, andlegt siðleysi, mann-fyrirlitning eru gildi ALÞJ'OÐA-væðingarinnar!

Kveðja Guðbjörg

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér um það og til þess þurfum við ný stjórnvöld nýja hugsun en ekki þjóðfélag ótta gagnvart náunganum. Er í raun sammála birtingu lánabókarinnar en finnst þér ekki athyglisvert að þau hin sömu stjórnvöld og fögnuðu því í pöpulisma sínum hafa ekki  birt lánabækur Glitnis og Landsbankans í nafni aðgerðarinnar hreint borð. Það gerir þau ótrúverðug að mínu mati og Bjarna í raun trúverðugri þegar upp er staðið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.8.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Jón Aðalsteinn

Við erum í auga stormsins núna!

Á öllum sviðum, fjármála-stormur, klögu-stormur-ótta-stormur, bólusetninga-stormur, "THE WHO FLU" Alheimsstjórn í sjónmáli!

Ný hugsun kemur frá rótinni - OKKUR!

Kveðja

Guðbjörg

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: DanTh

Jón, þú ert eitthvað að rugla saman Wikileaks og bullinu í stjórnvöldum.  Það eru stjórnvöld sem eru að virkja almenning til þess að njósna um náungann í sambandi við t.d. bótakerfið.  Wikileas starfar á öðrum forsendum.  Wikileaks er ætlað að brjóta niður þá múra leyndarhyggju og misgjörða sem spillt yfirvöld og valdgírug fyrirtæki verja sig alltaf með í lögum um viðskiptahagsmuni, þjóðarhagsmuni eða bankaleynd.  Wikileaks ræðst ekki gegn heilbrygðum viðskiptaháttum né nokkru því regluverki sem við búum við og þolir dagsljósið.  

Ég myndi svo taka það með fyrirvara að FIH bankinn hafi orðið fyrir beinu tjóni af völdum þeirra upplýsinga sem voru settar á netið yfir spillinguna í Kaupþingi.  Það er fyrir löngu búið að loka á alla íslenska banka með lánalínur vegna þess hvernig þeir hafa starfað á þessum markaði.  Ég vildi allavega sjá það staðfest frá bönkum erlendis að þeir hafi tekið einhverjar slíkar ákvarðanir gagnvart FIH banka sem tengja megi beint til upplýsinganna úr lánabók Kaupþings áður en ég kvitta upp á að upplýsingar úr lánabókinni sé megin orsök þess FIH bankinn fá ekki lán.

Wikileaks er fín síða, hún ógnar spyllingunni meðal þeirra sem geta ekki starfað af heillindum og hylja því völd sín og verk leyndarhjúp.

DanTh, 9.8.2009 kl. 15:34

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Dan ég hef í sjálfu sér ekkert að athuga við Wikileaks vildi bara benda á af því að það er minnst á leyniþjónustu fólksins að sú leyniþjónusta getur verið tvíbent auðvitað þurfa stjórnvöld aðhald en það er þessi lína sem alltaf verður að passa sig á

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.8.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband