2.8.2009 | 00:59
Hækkuð álagning
Það hlýtur að vera jafndýrt að höndla með mjólk hvort sem hún kostar krónu eða túkall. Þannig að í mínum haus þýðir þetta að menn búast við að verslunin noti tækifærið og hækki álagninguna um 2 krónur á líterinn ekki satt. Veltuhraði á mjólk hlýtur að vera nokkur og ég tel nokkuð víst að byrgjar taki útrunna mjólk til baka ekki hefur kaupið hækkað. Svo eins og ég segi þá lýtur þetta út frá mínum bæjardyrum séð sem hækkun álagningar. Enda ekki vanþörf á að hækka lánin svolítið meira svo að eignir þeirra sem að eiga skuldir okkar hækki eitthvað meira. Einhverjir verða jú að bæta fjármagnseigendum tapið.
Mjólkin hækkaði í verði í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Aðalsteinn ég er mjólkurframleiðani í dölunum ,það sem er verið að gera í sambandi við verð á mjólkurvörum er að það er eingöngu einn framleiðandi á landinu sem er að vinn úr 97 % af allri mjólk í landinu ,forstöðumenn MS Mjólkursamsölunnar hafa haldið mjög illa á fyrirtækinu og þrátt fyrir nær einokun á markaðnum síðan 1935 þegar Thor Jensen var bolað út af markaðnum hefur tekist að rústa þessu fyrirtæki á 3 árum með illri stjórn þannig að bændur eru að stefna í þrot með sinn búskap sem er bæði MS og stefnu stjórnvalda að kenna .
Axel Oddsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 11:38
Sælir,
Ég stóðst ekki freistinguna að hripa niður nokkrar línur í tengslum við fréttina.
Meðaltalshækkun er 3,74% eins og fram kemur í fréttinni en við fyrstu sýn lítur út fyrir að hækkunin sé 9%.
Nú þekki ég ekki forsendur hækkunar en gef mér að þær séu sökum hækkunar á aðföngum (umbúðir) auk hækkunar á dreifingarkostnaði. Að öllum líkindum réttmætar skýringar að baki hækkun.
Sem fyrrum stjórnandi í Mjólkursamsölunni þykir mér hinsvegar fréttin um breytilega hækkun á mjólkurvörum áhugaverðust. Loksins er verið að stíga þau skref að láta verð mjólkurvara taka breytingum þannig að útsöluverð endurspegli betur raunkostnað við framleiðslu en sést hefur áður. Þannig hefur til dæmis rjómi verið allt of hátt verðlagður á meðan verðlagning á nýmjólk hefur verið nálægt eða jafnvel undir kostnaðarverði. Hér bregður svo við að nýmjólkin er hækkuð mest á meðan rjómi lækkar í verði.
Vonandi verður haldið áfram á sömu braut og vörur utan ákvörðunarvalds verðlagsnefndar taki breytingum samhliða. Lokatakmarkið hlýtur að vera verðlagning mjólkurvara hér á landi sé í takti við það sem við sjáum í löndunum í kringum okkur. Það þýðir hinsvegar allnokkra hækkun á mjólkinni á meðan jógúrt, sýrður rjómi og ýmsar ostategundir þurfa að lækka allnokkuð á móti.
Leifur Örn Leifsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:35
Axel ég er sjálfur úr sveit og geri mér alveg grein fyrir því að bændur þurfa að fá sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Það sem stakk mig í fréttinni og ég er að hugsa um er að það stóð ef ég skildi hana rétt að þessi hækkun myndi valda 8 kr hækkun á líter en að mjólk myndi sennilega hækka um 10 kr það skil ég þannig að kaupmenn sumir hverjir ætli sér að taka 2 kr meira í dag en í gær fyrir að renna fernunni yfir skannan það er það sem ég var að velta fyrir mér. Ég þakka fróðleg svör o
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.8.2009 kl. 13:00
Í athugasemd Axels Oddssonar bónda í Dölum vestur við færslunni koma fram mjög þungar áhyggjur af afkomu bænda og mjólkurframleiðslunni sem atvinnugrein. Þá koma fram ummæli í garð stjórnenda MS að þeir séu að stefna greininni í þrot sem þurfa nánari útskýringa við.
Fróðlegt væri að fá fram útlistanir á efnahagsreikningi MS og skýringar hvort athugasemdin sé réttmæt. Ég hef allt af gengið út frá því að MS væri sterkt fyrirtæki og hefði öll ráð í hendi sér sérstaklega vegna einokunarstöðu á markaði.
Bændur eru ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og þurfa að hafa afkomu, en mér bíður í grun að sú landbúnaðarstefna sem rekin hefur verin með sífelldri stækkun búa hafi ekki verið rétt stefna.
Þegar ég var við búskap fyrir röskum 30 árum bjó ég við litlar skuldir og hafði gróða af starfseminni. Langskemmtilegast fannst mér að láta kýrnar liggja í 20 kg nyt yfir sumarmánuðina á góðri beit og gaf ekki gramm af fóðurbætir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.8.2009 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.