1.8.2009 | 10:28
Evu og Davíð í stjórn strax.
Loksins vaknar maður með bros á vör og kaupir Moggann i fyrsta skipti í langan tíma.
En það er aumt að það þurfi útlending til að rísa upp til varnar Íslensku þjóðinni og það verður spennandi að fylgjast með bloggum dagsins því nú heitir sú sem stappar niður fótum ekki Davíð heldur Eva J Manneskjs sem hefur aðgang aðflestum ef ekki öllum skjölum um málið. Þaðverður ekki hægt að saka hana um að haa orsakað hrunið eða hafa tekið þátt í því, það verður erfitt að mótmæla því sem þessi kona er að segja.
Enda er ég algjörlega sammála henni um hvað sé verið að reyna ég aftur á móti vill að þjóðin svari með því að draga sig útúr þessum vinabatteríum og leita stuðnings annarstaðar.
Já því ekki að rjúfa þing og afhenda Evu og Davíð taumana ég held að það yrði þjóðinni til gæfu þegar til lengri tíma er litið.
Stöndum ekki undir skuldabyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hmm ... annaðhvort held ég að þú hafir ekki lesið greinina, eða ... tja ég veit ekki hvað. Niðurstaða greinar hennar er þessi: "Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags sem Ísland var holdgervingur fyrir – þ.e. samfélags óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða, sem þessir sömu aðilar tóku þátt í að móta." Ef ég man rétt, þá þurftum við enga hjálp frá ESB eða AGS til að einnleiða "óheft markaðsfrelsi" á Íslandi, það voru trúarbrögð Davíðs og hans aftaníhossa. Þannig að ég hugsa nú að Eva Joly hafi meiri áhuga á að koma Davíð bak við lás og slá en að setjast í stjórn með siðspilltasta og misheppnaðasta stjórnmálamanni Íslandssögunnar! Einnig má muna að EJ situr á Evrópuþinginu fyrir græningja þannig að ég reikna með hennar hugmyndir og DO (og JAJ) fallin nú ekki alveg saman.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:07
Það er einmitt það besta að leiða saman ólíka póla eins og þau þá verur niðurstaðan einhverstaðar í miðju það besta frá hvorum. Ekki satt
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.8.2009 kl. 14:19
Var það ekki Davíð sem stjórnaði þeirri handarbakavinnu þegar bankarnir voru einkavinavæddir? Var það ekki Davíð sem sat í æðsta sæti í Seðlabankanum þegar drullusokkarnir úr Sjálfsstæðisflokki og Framsóknarflokki rændu og rupluðu bankana svo allt hrundi. Stóð ekki Davíð þá fremstur á vaktinni og átti að bremsa vini sína?
Enginn ber meiri ábyrgð á þeim grundvelli sem smíðaður var undir drullusokkana sem rústuðu Ísland en Davíð Oddsson.
Nefndu þau ekki í sömu andrá Davíð og Evu Joly.
Það er greinilegt að þú hefur tæplega gullfiskaminni.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.