31.7.2009 | 23:43
Af skjaldborginni um ellilífeyrisþega og öryrkja.
Mér barst til heyrna í dag sönn saga af konu sem varð fyrir því óláni að slasast og verða óvinnufær á síðasta ári. Þessi kona hafði stundað vinnu alla sína ævi og verið ein af þeim mörgu af eldri kynslóð sem ekki hafði vanist því að taka frí um hábjargræðistímann þannig að það hafði farist fyrir hjá þessari ágætu konu að taka sumarfrí undanfarin ár.
Samviskusamlega hafði verið skilað til viðkomandi stofnunar greiðsluáætlun eftir slysið svo að bætur yrðu réttar en konunni til ógæfu ákvað fyrirtækið að launa henni vel unnin störf og greiða henni þau sumarfrí sem að hún hafði ekki tekið undanfarin ár. Við þetta áskotnaðist henni heilar 200 000 krónur. af þeim hirti ríkið sitt enda á að gjalda keisaranum það sem keisarans er.
En núna kom þetta góðverk fyrirtækisins í bakið á henni því að af örorku bótum og ellilífeyri skulu nú dregnar 200 000 kr þó að konan hafi aldrei fengið nema um 140 000 af þeim þetta er gott fyrir ríkið því vegna þess að þessi einstaklingur var svo tregur, gamaldags eða bara hollur vinnuveitandanum þá nær ríkið frá þessum einstakling á tveimur árum ca 260.000 krónum sem að þá er hægt að nota til að afskrifa skuldir fjármálageirans. Þetta jafngildir fjármagnsskatt af 2.600.000sem er mun hærri upphæð heldur en viðkomandi hefur til ráðstöfunar á éri.
Mér barst líka til heyrna í dag að konu einni hefði verið greitt of mikið af sömu stofnun sem að henni er að sjálfsögðu gert að endurgreiða. Kona þessi hefur hinsvegar safnast til feðra sinna þannig að þá er sjálfsagt að eftirlifandi maki greiði fyrir hana.
Bæði þessi mál eru í fullu samræmi við lög og reglur og ég er sannfærður um að fjöldi svona mála er í gangi. En mér finnst kannski svolítið leitt jafnvel sorglegt að þarna sé hægt að ganga fram af fullri ákveðni og hörku meðan að ekki er hægt að ganga að eignum og verðmætum manna sem að settu heilt þjóðfélag á hausinn.
Myndi nokkur heyra frá þessum stofnunum sömu orðin og heyrðust i fréttatíma Rúv að verðmæti þau sem að viðkomandi einstaklingar hefðu átt væru orðin verðlaus ég skildi þá frétt sem að það tæki ekki að eltast við það sem eftir væri.. Ríkið virðist hinsvegar alltaf hafa einhver tök á að gera vermæti úr hinum almenna borgara tala nú ekki um hinn almenna eldri borgara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.