31.7.2009 | 21:33
Við borgum ekki.
Auðvitað komu Bretar og Hollendingar ekki nálægt þessu þeir segja það sjálfir og ekki ljúga þeir. Ef þeir ljúga ekki þá eru Steingrímur og Jóhanna ekki að segja satt þau segja að við fáum þetta ekki nema að skrifa undir Icesave en Bretar segjast ekkert hafa á móti því að við fáum lánið það séu engar kröfur af þeirra hendi.
Þetta minnir á mál sem var fyrir rétti í dag en þar brann hús sem að þrír menn eru ásakaðir um að hafa kveikt í en það gerði það engin. Þeim ber alveg saman um það að engin þeirra hafi komið nálægt þvi að tendra þarna bál.
Eins er það með þetta Alþjóðagjaldeyrissjóðs lán það eru engar kvaðir á því að veita okkur það samkvæmt því sem að okkar ágætu nágrannaþjóðir segja, enda færu þær ekki að opinbera sig sem fjárkúgara, nei þær halda sykursætu smettinu með lygaramerki á fingrunum fyrir aftan bak.
Það er dagljóst að mínu mati þegar mál fara svona í hring eftir því hvern talað er við að þá er einhver ekki að segja satt.
Málið er einfalt og við þurfum ekkert að fara á taugum yfir því, vegna þes að við borgum ekkert nema það sem okkur ber og höldum okkur við það að tryggingarsjóðurinn er farganskröfuhafi í þrotabúið. Við borgum ekki eitthvað sem að við eigum ekki að borga þó að aðrir telji að við eigum að gera það. Dómstólar eru til þess að skera úr um þau mál.
Það hefur alltaf verið ljóst að ef eitthvað varðandi peninga er of gott til að vera satt þá er það ekki satt. Fólk verður einfaldlega að taka ábyrgð á sjálfu sér og svo að það sé á hreinu þá á það að gilda um Íslenska fjármagnseigendur líka. Það vill nefnilega svo til að allt fé sem er notað til að bæta einhverjum skaða sem hann verður fyrir kemur frá einhverjum það dettur ekki niður úr himninum. Í þessu tilfelli tel ég að það k komi frá þeim íslendingum sem að eru með lán sem hafa margfaldast síðustu misseri.
Og ef að við íslendingar kennum Bretum og Hollendingum um það sem miður fer eru þá ekki Breskir og Hollenskir innistæðu eigendur að kenna Íslensku þjóðinni um það að þeir létu gabbast af sinni eigin von í skjótfengin gróða. Mér finnst það.
Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já góður, takk.
Rauða Ljónið, 31.7.2009 kl. 21:45
Nei við borgum sko ekki neitt. Krónan fer auðvitað andskotans til, en við verðum svo yndislega frjáls í eymdinni. Við látum ekki þessa andskota kúga okkur, því að við höfum auðvitað rétt fyrir okkur en allir hinir eru úti á túni. Þannig er það alltaf -- Íslendingar eru saklausir eins og nýþveginn barnsrass, en útlendingarnir vaða í villu og svíma. Það væri nú aldeilis dægilegt ef bloggarar með sínar patentlausnir kæmust til valda, frekar en kommarnir og útlendingasleikjurnar, þá yrðu nú ekki vandamálin!
Gunnar (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 22:15
ég tel að hér verði engin eymd og ég tel að þegar upp verði staðið verði staða okkar mun betri því að við öðlumst það sem ekki er metið til fjár með því að stinga við fótum núna. Við öðlumst sjálfsvirðinguna aftur og hún er meira virði en allir peningar. Mannkynssagan er full af dæmum af fólki sem stóð á sínu það fer minna fyrir þeim sem að létu alltaf undan þegar tímar líða þá vil ég heldur að þjóð minnar verði minnst fyrir það að standa á sínu heldur en sem þjóðarinnar sem lét spila með sig blekkja sig og síðan kúga til að bera drápsklyfjar árum saman þangað til að búið var að ná yfirráðum yfir öllum hennar auðlindum. Þá er hætt við að fari eins og margir sem að vilja borga segja.
Við förum aftur í moldarkofana.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.