Snúum vörn í sókn og sýnum að við erum Íslendingar.

Nú ættu jafnvel sanntrúaðir að hafa fengið nógu blauta tusku framan í sig til að sjá að það er verið að kúga land og þjóð til að axla byrðar sem óvíst er að eigi að axla.
Svokallaðar vina þjóðir hafa nú fellt grímuna og sýnt sitt nábleika andlit. Það hefur verið hverjum þeim ljóst sem vill skilja það á annað borð að þetta eru samantekin ráð, ætluð til að kúga okkur til hlýðni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur síðan sýnt og sannað að hann er ekkert annað en leppfyrirtæki stórveldanna.
Ég segi að nú sé nóg komið nú skulum við sýna að hér býr enn hnarreist þjóð sem hefur ekkert til að skammast sín fyrir. Það er ekki þjóðarinnar mál að borga mistök lánlausra fjárglæframanna, nema að því leiti sem að lög kveða á um.

Fellum Icesave i næstu viku um leið og við bendum umheiminum á að við erum meira en til í að borga það sem okkur ber en ekki einhverjar óskilgreindar upphæðir, bjóðum þá síðan velkomna hingað til að sækja rétt sinn þeir munu fá hér sanngjarna meðhöndlun og réttláta því að hér er eitt elsta lýðræði í heiminum.

Leggjum niður varnarmálastofnun það hefur sýnt sig að þeir óvinir sem að við eigum standa okkur mun nær en einhver óskilgreind öfl í austri við þurfum mun frekar að passa okkur á Evrópuþjóðum frekar en Rússum og öðrum skilgreindum þjóðum sem að við eigum að þurfa að varast. Sparar pening

Segjum okkur úr NATO við höfum ekkert þar að gera, heimurinn er fullfær um að murka lífið úr hvor öðrum, vera okkar í NATO breytir engu um það.
Við verðum í raun mun trúanlegri og gjaldgengari í að stuðla að friði í heiminum sem þjóðin sem sagði sig úr NATO. Auk þess sparar það fé, en sparnaður er eitthvað sem að ríkið þarf að fara að temja sér. Það er sparnaður á öðrum sviðum heldur en að snúa við vösum aldraðra og öryrkja.

Hefjum viðræður við Grænlendinga og Færeyinga um stofnun Norður Atlandshafsbandalagsins bandalags sem vinna mun að friði náttúrvernd og sjálfbærri nýtingu á Norður Atlandshafi. Þetta eru hinar sönnu vinaþjóðir og af svipaðri stærð. Þetta bandalag myndi ráða yfir einhverju verðmætasta svæði jarðar.

Gerum tilkall til Jan Mayen við nýttum hana á öldum áður og ættum því að geta gert tilkall til hennar á þjóðréttarlegum nótum. Jan Mayen er í raun Íslenskt áhrifa svæði jafnvel spurning um Bjarnarey líka.

Köllum heim sendiherra okkar í þeim ríkjum sem að beita okkur kúgun og setjum ræðismenn í staðinn það er óþarfi að vera að eyða peningum í eitthvað gagnslaust PR í óvinveittum ríkjum já og hendum IMF úr landi og skilum peningnum.

Þar sem við eigum sendiherrabústaði nýtum við þá til að stofna athvörf fyrir heimilislausa í viðkomandi landi og hefjum matargjafir með Íslenskum fiski, hval og lambakjöti. Þá sjá þjóðirnar líka hið stéttlausa Íslenska þjóðfélag þegar komin eru athvörf fyrir heimilislausa inn í þeim hverfum sem að hýsa mektarfólk viðkomandi ríkja.

Sendum sendinefnd til sem flestra landa og hefjum viðskipti við þau á jafningjagrundvelli.
Það eru nú þegar í gildi margir samningar, samningur við NAFTA tók gildi fyrir skömmu og við höfum samning við Kína.
Veröldin er stærri heldur en frá Ermarsundi til Úralfjalla og það ætti ekki að vera mikið mál fyrir 300 000 manna þjóðfélag  að finna markað fyrir vörur sína í hinum stóra heimi.
Það ætti í raun að vera auðveldara fyrir okkur að finna markað í 75% af heiminum heldur en í 25% af honum þegar að auki þessi 25% sem um ræðir hafa sýnt sig meira en viljuga til að beita kúgun til að ná sínum málum fram.

Nei góðir landar höldum inn í helgina með bros á vör skemmtum okkur vel og munum að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta en líka að of mikið vín breytir fólki í svín. Tökum síðan á því eins og okkur er einum lagið eftir helgina og sínum hvað í okkur býr.
Ef að þau öfl sem að ráða eða þau sem í burðarliðnum eru treysta sér ekki til að standa vörð um þau sérréttindi að vera Íslendingur stofnum þá einfaldlega nýtt afl sem að helgar sig þeirri baráttu. Viðkomandi er orðin meira en fús í að leggja hönd á plóg til að standa vörð um þau réttindi sem felast í búsetu hér og telur fullvíst að svo sé einnig um marga aðra mun fleiri en heldur en að þeim sem að vilja gefast upp og leggjast í móðurætt dettur í hug að séu tilbúnir til að rísa upp landi og þjóð til varnar. Víst hafa risið upp öfl til varnar en mér finnst að þau mættu hafa mikið hærra.

Auðvitað mun þetta leiða til lélegri lífskjara um tíma en þegar framlíða stundir myndu þessar aðgerðir leiða til mun betri lífskjara heldur en að vera hjól undir þrælavagni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og frumvinnslu nýlenda Evrópusambandsins.
Stuttur erfiðleika tími er vel þess virði sé horft til lengri framtíðar. Reynslan hefur sýnt að sá sem er kúgaður er kúgaður aftur og aftur og jafnvel það oft að hann fer að líta á það sem sjálfsagt hlutskipti sitt í lífinu.

Mér finnst börnin okkar eiga það skilið af okkur að við skilum landinu í þeirra hendur eins og foreldrar okkar skiluðu því til okkar, frjálsu!


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja að ég hef sjaldan hlegið jafn mikið á ævinni. Er þetta eitthvað lélegt grín hjá þér ? Langar þig að koma þjóðinni  í moldarkofana aftur og stuðla að því að 70% landsmanna flýji land ?

Svei mér þá annað eins meira ruglið hef ég aldrei lesið......

Solla Bolla (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Endilega koma með rökstuðning Solla mín ég tel einmitt að þetta haldi okkur frá moldarkofunum og það bara vel. Allavega betur heldur en að láta valta yfir okkur framm og til baka.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón,

Þakka þér fyrir góða færslu. Ég er sammála þér. Solla Bolla getur bara hlegið eins og hana lystir.

Hvort möguleiki er á að stofna afl, fjöldahreyfingu gegn þessu rugli veit ég ekki. Mikið væri það gott.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.7.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Aðalsteinn, ég er sammála hverju orði.  Auðvitað eigum við að berjast fyrir tilveru okkar og niðjanna.

En ég skil ekki alveg þessa moldarkofafóbíu SolluBollu - hvar eru eiginlega allir þessir moldarkofar sem hún talar um?  Sjálf bý ég í rúmlega 70 ára gömlu húsi frá millistríðsárunum, með heitt og kalt vatn, rafmagn, nýtískulegar innréttingar og gólfefni - það vantar eiginlega ekki neitt nema moldina...

Kolbrún Hilmars, 30.7.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn. Ég vil bera aðeins blak af henni Sollu eins og áróðurinn er í dag er vel skiljanlegt að fólk óttist að hér fari allt norður og niður. En við þurfum að minnast þess að þetta er ekkert í fyrsta skipti og heldur ekki í síðasta skipti sem að okkur mæta erfiðleikar. Vandamálið núna er það að þjóðin er í sífellu töluð niður og er veikari fyrir því en oft áður.
Einhvern vegin hefur því fræi verið sáð í höfuð fólks að við séum öll meðsek. Þjóðin hagar sér eins og meðvirkur fjölskyldumeðlimur í fjölskyldu þar sem fíkn hefur lagt allt í rúst, þjóðin kvelst af sektarkennd út af hlutum sem eru í raun ekki henni að kenna sem þjóð.

Fjölmiðlar bæta síðan stöðugt um betur með því að hamast á þjóðinni að það verði að borga annars fari allt í steik. Mér finnst sorglegt að horfa upp á þetta. Á sjöunda áratugnum hvarf síldin sem var gífurlegt högg fyrir þjóðarbúið við komumst gegnum það og önnur harðindi sem á okkur hafa dunið það hefur ekki alltaf verið létt en munurinn á því og í dag er það að það er búið að kljúfa þjóðina i tvennt og stjórnmálamenn eru ekki að stappa stálinu í hana heldur standa á hliðarlínunni og öskra þið getið þetta ekki þið komist ekki á leiðarenda og jafnvel þið eruð samansafn af eyðslusjúkum einstaklingum sem að eiga ekkert betra skilið.Þar sem að þetta endar taka síðan fjölmiðlar við verkefninu að sannfæra okkur um að við getum þetta ekki sjálf.
Hvernig geta leiðtogar leitt þjóðina út úr erfiðleikunum þegar þeir trúa því ekki sjálfir að þeir geti leitt okkur út úr þeim hjálparlaust. Þannig að ég skil hana Sollu en ég er líka alveg viss um að í moldarkofana förum við ekki þó við afneitum Icesave en við gætum öðlast eitthvað að virðingu fyrir landi og þjóð ef við spyrntum núna við fótum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 23:32

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gunnar það er til dæmis búið að stofna Samtök fullveldissinna sem að vilja standa vörð um fullveldið nú ég tek ofan fyrir Borgarahreyfingunni að skipta um skoðun þegar staðreyndir liggja fyrir það er þeim sem það gerðu en mér finnst vanta meiri slagkraft til að þjappa þjóðinni meira saman og í augnablikinu sé ég hann ekki.

Kolbrún Þú ert þá það heppin að búa í húsi með sál býst ég við  það vantar sálina i ansi mörgum nútíma byggingum.

Solla mín Það er  smá léttleiki í þessu hjá mér en hugsaðu málið. Ekkert myndi hreyfa eins vel við Norðmönnum og það að við færum að huga að því að taka Jan Mayen veldi þeirra á norðurhöfum er ekki alveg á hreinu. Bretar yrðu nú eitthvað skrítnir ef við færum að fæða þegna þeirra sem búa við skort við klæddum gamla fólkið þeirra í fyrra. Hugsaðu þér Bresku pressuna hryðjuverkamenn gefa fátækum mat. Þetta þyrfti ekki einu sinni að kosta svo mikið við gætum notað undirmálsfisk í þetta þannig að þetta gæti meira að segja unnið á móti brottkasti. Nú myndu Hollendingar neita því að fátækum yrði gefin matur þó að það væri hvalkjöt það þyrfti ekki annað en að bæta við kannski svona 10 langreyðum og um leið myndum við kenna fólki að borða hval aftur. Það fór fullt af fólki héðan í þegar að síldin brást en það kom mikið af þvi til baka aftur fólk flytur sig óháð kreppum. Svo tel ég að kreppan sé ekki búin að ná hæstu hæðum erlendis ég spái því að við mætum ansi mörgum sem hafa talað niður til okkar á leiðinni upp. En því miður fyrir þá, þá verða þeir á leiðinni niður.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband