Veit landsbyggðin ekki bara betur.

Það er athyglisvert hvað við höfuðborgarbúar erum í meira mæli tilbúin til að afsala okkur öllu til Brussel því virðist vera öðruvísi farið á landsbyggðinni.
Er það ekki vegna þess að landsbyggðin veit hvernig það er að afsala stjórn eigin mála til fjarlægs valds, í þessu tilfelli til Reykjavíkur valdsins sem síðan deilir og drottnar yfir auðlindum og afkomu fjarlægra þorpa.

Við í höfuðborginni eða sum okkar höfum ekki enn fundið það á eigin baki hvernig er þegar ákvarðanir eru teknar annarstaðar. Ég held að mörg okkar séu eins og einhver sagði enn háð þeirri fíkn sem að heltók okkur á bólu árunum og höldum að með inngöngu í ESB fáum við næsta fix til að geta skemmt okkur aðeins lengur. 

Það er nóg að líta til landsbyggðarinnar að mínu mati, til að sjá hver þróunin verður á landinu ef gengið er inn i sambandið

Með árunum líkist landið í meira þeim þorpum og byggðum sem kvótakerfið og fjarlægð stjórnvaldsins hefur hægt og rólega set í þrot. Það verða svona 15 til 20 ár í að staða Ísland gagnvart Evrópuvaldinu verði eins og lítils sjávarþorps gagnvart Reykjavík. Síðan heldur þróunin áfram og að lokum held ég að það verði hægt að líkja Íslandi innan ESB við Borðeyri innan Íslands völd áhrif og stærð Íslands innan ESB verður í svipuðu hlutfalli og áhrif íbúa Borðeyrar á stjórn og stjórnarfar hér. Þetta er ekki sagt til hnjóðs um Borðeyri sem var líflegur verslunarstaður fyrr á tímum heldur sem dæmi um hvaða örlög ég tel að bíði okkar.

Ég vil svo fara að sjá vandaða Gallup könnun með almennilegu úrtaki þar sem spurt er beinna spurninga en ekki farið í kringum málin eins og köttur í kringum heitan graut. Hvers vegna er ekki bara spurt ertu fylgjandi inngöngu í ESB nei eða já það er ekki flóknara en það nema að fólk þurfi að ná fram því áliti sem að því hentar út úr könnuninni.

Ég var einu sinni í úrtaki um málefni sem ég var á móti það var spurt og spurt þangað til að það var ekki hægt að svara öðruvísi en að jú við þessar aðstæður myndi maður vera hlintur málinu það hefur mótað álit mitt á skoðanakönnunum síðan.


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pax pacis

Spurningin um aðildarviðræðurnar sjálfar er það sem brennur helst á fólki þessa dagana.  Fylgismenn aðildar hrópa halelúja og vilja fá okkur inn helst í gær og andstæðingar aðildar bíta í skjaldarrendur og kalla eftir heilögu stríði, þ.e. þeir sem búnir eru að ákveða sig fyrir fram.  Hinir sem ekki hafa tekið afstöðu til aðildar, sem ég held að séu flestir, geta ekki ákveðið sig vegna þess að afstaða þeirra byggir ekki á bókstafstrú á s.k. fullveldi Íslands eða Evrópusambandið, heldur því hvort þeir telji að samningurinn sé hagstæður sér eða ekki.

Spurningin um það hvort Ísland eigi að ganga í ESB mun ekki skila vitrænni niðurstöðu þar sem meirihluti aðspurðra mun annað hvort giska eða neita að svara og kannski 10% mun taka raunverulega afstöðu, þar af munu 5% segja nei þrátt fyrir ESB byði okkur allt gull í heiminum en 5% mun segja já án nokkurra fyrirvara um samninginn.  90% mun hins vegar yppa öxlum þar sem ekki er komin niðurstaða úr viðræðunum.

Þess vegna held ég að spurningin um hvort fara eigi í aðildarviðræður sé eðlilegri núna og það sem ég held að flestir séu að svara í þessari könnun er hvort núna sé rétti tíminn til að sækja um fremur en hvort fara eigi í aðildarviðræður yfir höfuð.

 Ég er þó sammála þér um að það væri gaman að sjá núna könnun frá Gallum eða Félagsvísindastofnun.

Pax pacis, 30.7.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er frekar sammála þér um það að það þarf að vita hvað er í boði svo að það sé hægt að loka þessari draumaráðningabók í eitt skipti fyrir öll. Það sem ergir mig mest um þessar stundir er það að þetta mál drepur öllu á dreif sem þarf að gera. Þetta er eins og að ef kviknar í hlöðu að þá fer öll umræðan um það hvort að fólkið á bónum eigi að ganga í ungmennafélagið eða ekki.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Á bænum átti það að vera ekki bónum :)

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Pax pacis

Ágæt samlíking hjá þér með ungmennafélagið .  Ég held þó að aðild hafi meiri áhrif hér en ungmennafélag.  Og ég held að best sé að geyma þessa umræðu um með eða á móti í 2-3 ár, eða þar til við fáum einhvern samning til að rífast um.  Þangað til verður þetta bara deilan um keisarans skegg. 

Á meðan skulum við reyna að draga fram þær staðreyndir, jákvæðar sem neikvæðar, sem hægt er að fá og kryfja þær fordómalaust.  Orkunni sem fer í rifrildi um eitthvað sem við vitum ekki er betur varið í aðra hluti og þá sérstaklega þegar rifist er um þetta á Alþingi. 

Mér finnst þó sjálfsagt að diskútera hvort nú sé rétti tíminn til að sækja um vegna slæmrar samningsstöðu Íslands, kostnað, hvort ESB sé að fara að loka á stækkun, hvort formennska Svía muni hjálpa okkur o.s.frv.  Slíkar vangaveltur tilheyra nútíðinni en rifrildi um það hvort við munum kannski mögulega fá góðan sjávarútvegssamning....það tilheyrir framtíðinni.

Pax pacis, 30.7.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband