Mismunun?

Ég hef einhvernvegin staðið í þeirri trú að til dæmis örorkubætur væru bætur vegna þess að fólk hefði mist getu til starfs. Er þetta þá ekki nokkurskonar launagreiðsla til þeirra til að koma í staðin fyrir vinnulaun. Þess vegna er ég á því að það sé óréttlátt að refsa fólki fyrir það að geta sparað. Eins og ég skil þetta þá væri það þannig að ef manneskja lendir í slysi þá fær hun bætur gefum okkur það að hún leggi þær inn á reikning og nýti þær ekki heldur geymi sem varasjóð. Þá munu vextir hærri en 97000 á ári skerða örorkubæturnar sem eru í raun vinnulaunin en eingreiðslan er bót fyrir þann miska sem manneskjan varð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta ekki réttlátt ef ég skil það rétt meðan að aðrir borga 10% skatt af fjármagnstekjunum sem að síðan hafa engin áhrif á líf þeirra og afkomu nema til að bæta hana. Þarna refsum við einum hópi fyrir það að reyna að sýna ráðdeild.

Ísland er svo skrítið stundum en eitt er hægt að ganga að vísu það er virðingin fyrir þeim sem að eiga fjármagnið sama hverjir eru við völd. Alla vega frá mínum bæjardyrum séð.


mbl.is Ósáttir að vera krafðir um endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband