Atli fær prik fyrir þetta.

Ég er algjörlega á öndverðum meiði við Atla í pólitík en ég viðurkenni það fúslega að í morgunþáttum Bylgjunnar líkar mér best að hlusta á hann og Pétur ræða málin þar fara menn sem að virðast af einlægni vilja þjóð sinni vel svo síðan megi endalaust deila um hvað mönnum finnist best fyrir þjóðina.

En það er annar flötur á þessu máli það er inngöngunni í Evrópuklúbbinn. Mér finnst vanta að það sé reiknað út hver gróði okkar af inngöngu er. Það er ljóst að til þess að áhugamenn um inngöngu geti látið stóradrauminn rætast þá á að pína okkur til að borga aðgangseyri og hann ekki lítinn. Segum svo að við borgum og komumst í klúbbinn hvað tekur mörg ár að fá aðgangseyrinn til baka það er fjárfestinguna af því að gerast fullgildir limir í batteríinu.

Ef að ég kaupi mér eitthvað vil ég vita hvort að fjárfestinginn er nauðsynleg og hvort að hún borgar sig upp. Hvað eru mörg ár þangað til að við höfum fengið þessa fjárfestingu til baka verður það nokkurn tíma við skulum ekki gleyma því að það kostar að vera í klúbbnum. Það er vel skiljanlegt að þeir sem fái pening vilji ólmir inn en þeir ættu að athuga að einhver borgar peninginn og þó einhverjir hér fái styrki er ljóst að við þurfum einnig að greiða til sambandsins og teljumst þá meðal efnuðu þjóða batterísins.

Ég vil sjá þetta reiknað ég er ekki frá því að niðurstaðan verði einfaldlega eins og stundum í mínu litla einkaþjóðfélagi þetta er ekki lífsnauðsynlegt og það er það langur tími þangað til að þessi fjárfesting borgar sig upp að það borgar sig ekki að leggja út í hana, heldur sleppa því og fara aðra leið. Því að mínu mati þarf þjóðin að athuga, hvort það er verjandi að eiða upphæð sem engin veit enn hve er há, í aðganskort að klúbbnum og það er als ekki á hreinu hvort okkur ber yfirleitt að borga þetta.

Þjóðin þarf að velta því fyrir sér hvort þessum peningum sé yfirleitt rétt varið í þetta klúbbkort hvort að svipuð eða minni upphæð myndi ekki skila hraðari uppbyggingu ef henni væri varið í hreina uppbygginu en ekki í að kaupa vinsældir keyptar vinsældir endast yfirleitt ekki lengur en nammið sem greitt er fyrir þær.

Einhver staðar segir að það sé skammgóður vermir að pissa í skóna sína og ég held að það verði raunin hér ef við gætum ekki að okkur fyrst er okkur hótað ef við gerum ekki þetta síðan verður okkur hótað aftur ef við gerum ekki eins og sagt er. Það er bara spurning hvar það endar 


mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú minnist á Atla og Pétur á Bylgjunni. Þessir pólitíkusar með 'heiðarlega andlitið' eru full einhæfur kostur í morgunsárið. Ég er hættur að nenna að hlusta á þá endurtaka sig og skoðanir sínar sem eru mjög fastmótaðar. Ég er algerlega ósammála báðum varðandi framtíðarsýn og praktíska úrlsausnir mála. Báðir eru jafnaldra, með svipaðan bakgrunn og vinna á sama vinnustað. Þreytt. Atli slær því fram núna að verið sé að hóta okkur. Það hefur verið gert alveg síðan í október sl. Þá voru öll spilin sett í stokkinn sem nú er verið að spila úr. Við sjáum hver snúa upp og vitum hvaða spil snúa niður. Atli þarf því ekki að fara í neinar grafgötur með hvað er verið að spila með. Hann vill hins vegar líta út einsog kjáni af því hann hefur einsog Birgitta Borgaranna þörf fyrir að sníkja sér hylli með lýðskrumi.

IceSafe samningarnir tengjast ESB ekki neitt málefnalega en í raun verður ekki hjá því komist að þeir hafi áhrif einsog öll óuppgerð mál vilja alltaf þvælast fyrir.

Þú kommenterar mest ESB og hefur skiljanlega áhyggjur. Niðurstaða þín er neikvæð í garð umsóknar. Ég get hins vegar ekki dáðst af þeirri tilrauntil útreikninga sem þú setur upp enda er ég ekki sleipur í reikningi. Umræðan um hver græðir á hverjum er ansi sleip þegar um pólitík er að ræða. Þá er ekki allt sem sýnist. Aðalatriðið er að vita hvað maður vill sjálfur og hvað það kostar og hvernig maður ætlar að borga fyrir það án þess að taka lán fyrir öllu saman og veðsetja heimili annara ( en ekki sitt). Ef ú vilt ekki ESB á er það fínt. Það kostar semt eitthjvað líka ekki gleyma því.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það sem ég á við er að þeir virðast heiðarlegir í því sem þeir segja og ekki vera að ljúga að okkur um hvað þeim finnst í raun. Afturá móti er ég ósammála skoðunum þeirra. Það er síðan rétt hjá þér það kostar líka að fara ekki í ESB Spurninginn er hvort keur betur út þegar að upp er staðið það er spurning sem að mig mundi langa til að sjá svarað. Það er stórhættulegt að einblína bara á eina leið út úr vandanum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband