25.7.2009 | 00:15
Litla stúlkan með stóru augun.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það er mögulegt að heill flokkur geti gjörsamlega skotið sér undan ábyrgð, hefur hvergi komið nálægt neinu og tekst að koma öllu sem aflaga fer á samstarfsflokkana. Hvaða aðferð er það sem er beitt.
Ég hef eins og aðrir landsmenn hlustað á útvarp og horft á sjónvarp undanfarið og það er alveg magnað að hver Samfylkingarmeðlimurinn kemur fram og talar um skipbrot frjálshyggju ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og kúvendingu Borgarahreyfingarinnar á sama tíma sitja þau klofvega ofan á leifunum af VG sem sennilega jafnar sig aldrei eftir sambúðina.
Þetta er alveg ótrúlegt.
Nú síðast í morgun fékk Ólina Þorvarðardóttir góðan tíma að mínu mati til að sannfæra okkur um sakleysi fylkingarinnar og glæpaverk Sjálfstæðismanna í morgunþætti Bylgjunnar. Ég var ekki einn um að álíta að það hefði verið all mikill lýðræðishalli í þessum þætti því það vill svo til að við vinnufélagarnir berum okkur saman er við mætum um hvað okkur þykir mikið eða lítið koma til morgunspjalls vikomandi dags.
Í sannleika sagt minnir Samfylkingin mig á litla lokkaprúða stúlku sem hangir með pörupiltunum í hverfinu hún tekur jafn mikinn þátt í prakkarastrikunum en þegar hún horfir framan í fullorðna fólkið saklausum bláum augunum og skellir út einu tári og bendir á rauða freknótta strákinn og segir snöktandi hann gerði það þá er henni trúað um leið og strákurinn hýddur.
Ég held þó að lausnin sé einfaldari ég held að hún byggist á meðvirkni fjölmiðla annað hvort í gegnum eignatengsl eða samliggjandi skoðanir. Ef að maður að nafni Davíð opnar munninn fara allir fjölmiðlar í herför til að finna hvern einasta mögulega veikan punkt í því sem hann segir og feta sig oft ansi nærri bjargbrúninni.
Ef aftur á móti fer að gefa á Samfylkingarskútuna þá taka hinir sömu fjölmiðlar við að ausa skútuna með hreyfingunni alveg blygðunarlaust.
Sem dæmi má taka gagnrýnislausan upplestur á nauðsyn þess að samþykkja Icesave greiðslurnar gagnrýnislausan fréttaflutning á því að við sætum kúgunum frá nágranna þjóðum og skefjalausan áróður fyrir gæðum þess að afsala sér fullveldi.
Ég held að þetta geti verið ástæðan að upplýsingum er raðað ofan í þjóðina svo að hún sjái ekki að litla stelpan með tár í saklausum bláu augunum er í raun fullvaxið skass sem ber ábyrgð eins og aðrir sem að málinu komu.
Ef að verið er að keyra langferðabíl og hann fer út af þá ber sá sem að á að sjá um að það sé nóg á rúðupissinu og að framrúðan sé hrein jafnmikla ábyrgð og sá sem að stýrir allir axla sína ábyrgð.
En það mætti halda samkvæmt fréttum og málflutningi að Samfylkingin hefði verið stofnuð 1 febrúar 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst það undarlegt þegar reynt er að klína ábyrgð á Samfylkinguna um leið og talað er um Sjálfstæðisflokkinn ! Samfylking sat ansi stutt í ríkisstjórn miðað við sjalla.
Þarna ert þú að bera saman stórt epli og lítið vínber ef má orða það svo.
Ína (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 02:21
Blesuð Ina þetta er einmitt það sem ég á við. Það er engin að klína einu eða neinu á neinn bara verið að benda á að Samfylkinginn er ekkert sá sakleysingi sem hún vill vera láta.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.7.2009 kl. 08:22
Kannski Ína ætti að opna augun og sjá að á þessum "stutta" tíma sem Samfylkingin sat í ríkisstjórn, gerði hún landi og þjóð þann MESTA óleik sem gerður hefur verið og er meiri en íhaldið náði að gera á öllum þeim tíma sem þeir sátu að völdum, jú þegar Samfylkingin var með bankamálin á sinni könnu og Björgvin G. Sigurðsson var Viðskiptaráðherra var ICESAVE hleypt af stokkunum, það er ekki lengra síðan að ICE(L)AVE varð til. Til þess að sannreyna það að þessar upplýsingar séu réttar þarf ekki annað en að fara á vefsíðu Seðlabankans og sjá hvenær MEST aukning varð á erlendum skuldum Íslendinga. Það sannast þar að ekki þarf LANGAN tíma til að leggja allt í rúst.
Jóhann Elíasson, 25.7.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.