Var ekki sagt satt?

Það var alltaf talað um aðildarviðræður nú er bara talað um aðildarumsókn og i næstum hverri frétt er séð til þess að fáni hins nýja heimalands birtist. En mér finnst athyglisvert að þa myndinni er ekki Litháenski fáninn sem blaktir sem borðfáni heldur fáni heimsveldisins. Vel útfærð innræting eða slysni mér er spurn.

En eftir stendur að talað var um að fara í aðildarviðræður en ekki aðildar umsókn svo að það má segja að þjóðinni hafi ekki verið sagt alveg satt enda virðist einhver vera að ljúga sé horft til Icesave. Hvort hefur sá ljóti samningur áhrif eða ekki í hvora áttina sem er þá verður niðurstaðan að ca 50% ljúga því að þeim ber ekki saman. Kannski er það bara Hollenski ráðherrann sem segir satt hvur veit


mbl.is Litháíska þingið styður aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pax pacis

Aðildarviðræður eru viðræður um aðildarumsókn.  Þetta er ekkert ólíkt starfsumsókn; fyrst sækir maður um, svo ræðir maður kaup og kjör, síðan er manni boðið starfið ef samningar nást og að lokum fer maður heim og spyr konuna hvort þetta sé í lagi .  En maður kemst ekki í starfsviðtal ef maður sækir ekki um.

Pax pacis, 23.7.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála að þetta sé rétt hjá þér En maður fer ekki í peysu merkta fyrirtækinu fyrr en búið er að ráða mann er það

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.7.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband