Hvernig á svona lið að vinna leik.

Ég er staddur á íþróttakappleik tvö lið eru að etja kappi það sem vekur athygli mína er þjálfari og leikstjórnendur annars liðsins. Þau æða eftir hliðarlínunni og segja leikmönnum að þeir séu getulausir gagnslausir  og það eina rétta sem að þeir geri í stöðunni sé að ganga í raðir hins liðsins.

Síðan þegar sókn liðsins gerist full djörf þá skipta þau út sóknarmönnum fyrir þunglamalega varnarmenn. Þetta endar auðvitað með þvi að andstæðingarnir skora. Liðið sem leikur svona afleitlega vegna lélegrar stjórnar er í raun hin Íslenska þjóð og allir vita hverjir leikstjórnendurnir eru.

Væri um alvöru iþróttaleik að ræða væru þjálfararnir látnir taka pokann sinn og nýr þjálfari sem bæri væntum þykju fyrir liðinu og hefði trú á sigri ráðin því að þjálfari sem á þann heitasta draum að komast á mála hjá hinu liðinu leikur varla til sigurs.

Mikið vildi ég að stjórnmál væru líkari íþróttum stundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband