22.7.2009 | 20:18
Ekki nóg
Ég verð að viðurkenna það að ekki þykir mér nóg að gert að láta kurteislegt koddahjal við Hollendinga og Breta duga varðandi þessi mál sagan hefur sýnt okkur að trúgirni og kurteisi hafa sín takmörk. Stundum er nauðsynlegt að standa fastur fyrir og kannski vera svolítið hrjúfur og trúa ekki öllum sem að segja manni að maður sé sá sætasti á ballinu.
En ég verð þó að viðurkenna að ég skil Össur sjálfum var mér innrætt með kúamjólkinni og sláturkeppunum í æsku að bera virðingu fyrir mér eldra og reyndara fólki og hef ég alla tíð gert það en upp á síðkastið hef ég farið að hugleiða það að kannski ber ég of mikla virðingu fyrir mér eldra og reyndara fólki.
Nánari athugun með því að horfa í spegil leiddi síðan í ljós að ég er komin í hóp eldri og reyndari fólks en hafði bara ekki tekið eftir því. Því mun ég héðan í frá vera aðeins fastari fyrir enda er það réttur okkar eldri og reyndari eftir því sem að mér var innrætt í æsku.
Þess vegna held ég að Össur ætti að líta í spegil eins og ég og sjá að hann er orðin eldri og reyndari og hann er orðin undanríkisráðherra heillar þjóðar og eitt að verkefnum utanríkisráðherra er að sjá til þess að ekki sé valtað yfir þjóð hans á skítugum skónum. Gæti ráðherra þess mun hann jafnvel með tíð og tíma hljóta virðingu þegna sinna. En hann þarf að gera sér grein fyrir því að hann er orðin eldri og reyndari og stendur jafnfætis félögum sínum á fastalandinu og getur því hreykin og stoltur varið þjóð sina.
Nema kannski að hann skammist sín fyrir okkur heimóttarlegu sveitamennina sem tórum hér á eyjunni hans nei andsk það getur ekki verið. En lét kvak á formlegum nótum kemur ekki i staðin fyrir rammíslenska orðræðu þar sem menn segja skoðun sína á því þegar þeir eru beittir fjárkúgun. Það hafa hafist stríð út af minna tilefni.
Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.