20.7.2009 | 20:13
RÚV gengur ekki erinda eiganda sinna
Fyrirtæki sem að auglýsir að á fjórðahundrað þúsund manns séu eigendur þess þykir ekki fréttnæmt þó vitað sé að eigendur þess séu beittir kúgun sem að má flokka undir einfalda fjárkúgun. Þar á ég við þær véfréttir sem skotið er inn á milli frétta af yfirvofandi heimsfaraldri inflúensu, véfréttir um að ef við gerum ekki eins og okkur er sagt þá muni stórþjóðir og vinaþjóðir standa saman til að svelta okkur til undirgefni. Það að nota áhrif sín til að hafa áhrif á alþjóðlega stofnun eins of IMF er ekkert annað en aðferð til að svelta þjóð til hlýðni einföld handrukkun.
Nei þetta er ekki fréttnæmt það tekur því ekki að inna sendiherra þessara ríkja eftir því hvort að þetta sé satt það er áriðandi að vita hvort að Kínverski sendiherrann sem fór heim fór í fýlu eða ekki en það er engin ástæða til að inna sendiherra Svíþjóðar og Noregs tala nú ekki um Bretlands eftir því hvort að þjóðir þeirra ætli að beita sér með fjárkúgun gegn Íslandi.
Ég tel þetta stór mál og mun merkilegra en mörg þau sem rata í fréttir en hér virðist ríkja orðið einskonar samfélagsleg þöggun á þessu atriði baráttunnar gegn okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
JÁ EINMITT111!
Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.