Mér er illt í óæðri endanum.

Mér er illt í óærði endanum eins og svo mörgum samlöndum mínum nú um stundir. Það getur vel verið skynvilla hjá mér en það er samt sárt. Hvað veldur þessari tilfinningu. Jú seint á síðustu öld voru innlánstofnanir sem höfðu verið byggðar upp á vinnu minni og annarra einkavæddar og afraksturinn færður á hendur fárra útvalda.

Næstu árin héldu þessar nú einkavæddu stofnanir áfram að hirða afrakstur vinnu minnar og til að bæta á þá fengu þær lánað lánsfé í útlöndum sem þær lánuðu mér á mun hærri vöxtum en þær þurftu að greiða + verð tryggingu sem að finnst á fáum stöðum í hinum siðmentaða heimi.

Þegar síðan fór að syrta í álin hjá þeim þá spiluðu þau fótbolta með krónuna þannig að lán mín og annarra hækkuðu og bættu eiginfjárstöðu þeirra og til að bæta gráu ofan á svart þá hófu þær útlán til erlendra einstaklinga á hærri vöxtum en mér buðust en þó að þær segðust vera sjálfbærar og sjálfstæðar þá sögðu þessi fyrirtæki að ég tæki ábyrgð á innlánunum.

Svo hrundi allt og þá ákvað ríkistjórn Íslands að bjarga öllum innistæðunum og það ákvað hún að gera með því að fara í vasa minn enn og aftur bæta við sköttum sem síðan hækkuðu lánin mín sem að bætti stöðu einkafyrirtækjanna sem nú voru stokkin í faðm fyrri eiganda með allar klær úti  eins og köttur sem að forðast vatn.

Síðan fóru stjórnvöld aftur í vasa minn og lögðu inn upphæð í einkafyrirtækin fyrrverandi til að gera þau aðlaðandi fyrir þá sem að höfðu lánað þeim þrátt fyrir að vita að þau gætu aldrei staðið undir því kæmi til einhverra vanhalda. Síðan ætla þau að láta þá sem lánuðu bönkunum pening hafa heila klabbið þar á meðal lánin sem að hafa hækkað og hækkað vegna aðgerða stjórnvalda og þessa fyrirtækja og munu hækka um alla framtíð. Þannig að nú geta lánveitendur haldið áfram að mjólka Íslendinga um langa tíð.

Síðan ætla stjórnvöld að skrifa upp á risaraðgreiðslusamning við fjárkúgara án þess að athuga hvort að það er lagastoð fyrir því 

Er nema von að manni svíði í afturendann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband