Það er liðin tíð.

Það er liðin tíð að hægt sé orðið að skilja lykla eftir í faratækjum þetta sýnir að því er mér finnst að okkur hefur heldur hrakað sem þjóðfélagi frekar enn hitt. Í mínum uppvexti voru lyklar skildir eftir í öllum farartækjum og aldrei kom það fyrir að eitthvað væri tekið ófrjálsri hendi. Og ef bænum var læst svo að hundurinn kæmist ekki inn meðan fólk brá sér bæjarleið þá voru lyklarnir skildir eftir í skránni.

Það tók mig dágóðan tíma að venja mig af þessu er ég flutti á mölina en nú er ég orðin aðlagaður eins og sagt er Securitas vaktar eigurnar lyklakippan alltaf í vasanum og eftir að einhver næturhrafninn ákvað að það væri verðmæti í gömlum geisladiskum og spalarmiðum í bílnum mínum er hann harðlæstur allur.

Ég sakna gömlu tímana og finnst leitt að framfarir okkar og hækkað menningarstig að margra mati hafi leitt til þess að börn mín og barnabörn fá ekki að njóta þess frelsis og unaðs  sem er að geta treyst náunganum.


mbl.is Fluttur á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú. Það var bara ekki alkunna.

reyndur maður (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Það var ekki dópið sem varð til þess að svona fórt heldur hvernig samfélagið ákvað að tækla það mein. Með Eldi.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.7.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband