17.7.2009 | 13:24
Hin hjáróma rödd samviskunnar
"Þráinn segir það klækjastjórnmál þegar fólk standi ekki við orð sín og hann sé sár þingmönnunum fyrir það. Ég veit ekki hvernig mér mun ganga að starfa með fólki hér eftir, ef ég get ekki treyst því, segir hann"
Mér leikur forvitni á að vita hvort að ég borga Þráinn enn tvöföld laun önnur sem þingmanni og hin í formi listamannalauna. Einhvern tíma var sagt að fólk ætti ekki að henda steinum úr glerhúsi mér finnst það eiga við hér.
Ég viðurkenni að ég hafði minna en ekkert álit á Birgittu Þór eða Margréti þangað til í gær ekki það að ég geti hugsað mér að kjósa þau neitt frekar í dag en í gær, en þau sýndu það að þau hugsa málið því að fólk skiptir ekki um skoðun nema að kynna sér málin og þau sýndu það líka að þau voru manneskjur til að standa á bakvið breytta skoðun sína eftir að hafa kynnt sér málin. Þau eiga hrós skilið fyrir það.
Séu einhverjir þingmenn sem að hafa kynnt sér málin á sama hátt og ofangreint fólk og jafnvel komist að sömu niðurstöðu og þau en ekki gert neitt vegna undirgefni við flokkinn þá finnst mér að þeir þingmenn ættu frekar að hugsa innra með sér hvort að þeir í raun hafi eitthvað erindi í það starf sem að þeir gegna nú um stundir.
Sjálfráða Ísland ekkert ESB
Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.