16.7.2009 | 19:08
Margbreytileg eða bara klofið.
Það er gott að hafa margbreytilega sannfæringu í stjórnmálum og að geta alltaf varið fyrir sjálfum sér hvað maður gerir. Þannig getur maður verið með því sem maður er á móti þó að maður sé enn á móti því að vera með því og þannig er mögulegt að lifa í margbreytilegri sátt við sjálfan sig langa pólitíska ævi.Sumir myndu einfaldlega kalla þetta klofna persónuleika og aðrir kalla þetta löngun til að halda í völdin.
Það sem að ég og fleiri munum nú horfa til er hvað Samtök fullveldissinna munu gera munu þeir eflast og styrkjast og hvaða stefnu munu aðrir flokkar taka. Það er dagljóst í huga margar í dag eftir viðsnúning VG að það vantar flokk sem að hægt er að reiða sig á að hafi ekki fullveldisafsal á stefnuskránni og er ekki þjakaður af syndum liðina tíma.
Ég spái því að annað hvort rísi hér upp öflugur flokkur fullveldissinna innan langs tíma eða sem að ég tel jafnvel líklegra að VG klofni í fullveldissinna og Evrópusinna og að á hægri vængnum birtist nýtt þjóðlegt afl sem að ekki er þjakað af margbreytilegum persónuleikum heldur hefur skýra stefnu til eflingar og varnar fullveldinu og að standa vörð um þegna þess réttindi þeirra sjálfræði og hagsæld í fullvalda Íslandi. Orustan tapaðist en striðið er varla hafið.
Áfram frjálst og fullvalda Ísland
Fjölþætt sannfæring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samtök Fullveldissinna, 16.7.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.