12.7.2009 | 20:54
Fyrir flokkinn eða samviskuna.
Það var fróðlegt að sjá frétt Sjónvarpinu í kvöld um stuðning við ESB tillögu ríkisstjórnarinnar einn flokkur Samfylkingin er með 100% fylgi við hana. Það verkur athygli mína í öllum öðrum flokkum eru einhverjir á öndverðum meiði við flokkinn. Því ætti samkvæmt öllum reglum í rannsóknum að vera eitthvað hlutfall í Samfylkingunni sem er efins en svo virðist ekki vera.
Mér spurn hvort ástæðan er flokkshollusta Samfylkingarmanna eða fjallgrimm vissa fyrir því að þetta sé landinu og þjóðinni sem að þessir þingmenn sóru hollustueið , fyrir bestu. Já þeim er hollt að muna að þeir sóru okkur þjóðinni hollustu eið og að hlýða einungis sinni eigin samvisku.
Þetta segir mér þá að samviska allra Samfylkingamanna hlýtur þá að vera eins því ekki efast ég um að þeir greiða atkvæði samkvæmt bestu vitund og eigin samfæringu en ekki samkvæmt flokks skipun.
Eitt skildu þó þessir ágætu menn og konur muna og það eru þau loforð sem eð þau hafa gefið þar á meðal að krónan muni strax styrkjast við að senda inn umsókn og vöruverð lækka það þýðir að strax næsta fimmtudag mun krónan vera komin á góðan skrið aftur ekki satt og í beinu framhaldi mun vara lækka.
Það er sennilega freistandi að nota takmarkaðan varasjóð Seðlabankans til að styrkja hana svolítið til að þetta reynist satt því að það verður fylgst með þessu og öðru sem lofað hefur verið að þessi þrauta ganga, til Heljar að mínu mati, muni skila okkur.
Eitt er þó gleðilegt í öllu þessu og það er að hvernig sem allt fer þá munum við sem andvígir erum inngöngu og ESB sennilega njóta góðs af báðum leiðum. Vegna þess að verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort eigi að hefja aðildarviðræður þá er farin leið sem að hægt er að sætta sig við og verði það ofan á að fara fram með því offorsi sem að nú er gert verður að halda nýjar kosningar þegar samningur liggur fyrir og þá gefst tækifæri á að fella samninginn og refsa þeim sem að stóðu að framkvæmdinni.
Það er því mín skoðun að þeir alþingismenn sem eru ekki alveg sáttir við samvisku sína í þessu máli ættu að íhuga það áður en þeir ýta á takkann að með því að samþykkja gætu þeir verið að stytta veru sína í hinni virtu byggingu allnokkuð. Ég er meira að segja kominn á þá skoðun að það eigi að drífa þetta af svo að hægt sé að koma með samning sem að þýðir nýjar kosningar það er nefnilega fullt af löndum mínum sem að langar að leiðrétta þau mistök sem að þeir gerðu í kjörklefanum síðast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.