4.7.2009 | 19:32
Rúv?
Mér finnst athyglisvert að Rúv leggur aðaláhersluna á að Davíð hafi skrifað undir að við myndum greiða Icesave hálfum mánuði eftir að hann gagnrýndi það að það stæði til. Davíð var í vinnu hjá stjórnvöldum og hlýddi þeim er fólk búið að gleyma látunum yfir því hvort að hann ætlaði að eyðileggja það að IMF kæmi. En verð ég að segja það að mér finnst fjölmiðlar langt í frá hlutlausir allavega eins og ég heyri þá.
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
... og væntanlega lest. Annars er ég ekki áskrifandi að Mbl.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:55
Hann hefði alveg geta sagt "Nei, ég skrifa ekki undir svona þvælu" og sagt starfi sínu lausu en þá var ástandið í þjóðfélaginu öðruvísi og alltaf gott að vera vitur eftirá og ég fagna því að Davíð sé búinn að varpa þessari sprengju, satt best að segja var ég mjög hissa á því að hún væri ekki löngu sprungin. Það er kominn tími til að hætta að þrasa, þræta, fela og benda á mann og annan og gera það eina rétta í stöðunni og senda þennan samning sundurtættan í breska sendiráðið með flugmiða fyrir sendiherrann og fylgja honum til Keflavíkur í lögreglufylgd((með viðkomu á Hollensku aðalræðisskrifstofunni og innsigla hana)
Já frekar róttækt en við getum ekki látið Breta og Hollendinga kúga okkur svona og beita AGS á okkur eins og dílerar fá sér handrukkara til að innheimta fyrir sig.
Sævar Einarsson, 4.7.2009 kl. 19:55
sammála þessu um samninginn Jú hann hefði getað gert það en við hættum jú ekki alltaf i vinnunni þó við séum ekki sammála heldur reynum að ýta málum í þá átt sem við viljum. En varðandi fjólmiðla þá sakna ég að það sé upplýst ummræða með og á móti og um kosti og galla. Í dag er þetta meira eins og Samfylkingarútvarp Evrópubandalagsins og lika lesmálið.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.7.2009 kl. 21:40
Alveg samála þér Jón Aðalsteinn með RUV. Þar á bæ eru menn ótrúlega lagnir að finna sér viðmælendur sem passa þeirra pólitísku skoðunum og matreiða fréttir eftir því ,svo á þetta að vera hlutlaus miðill.
Mogginn var nú að verða lítið betri með sín ESB stjörnu að leiðarljósi og barðist gegn hvalveiðum,en það var góður Moggi sem ég las í morgun batnandi manni er best að lifa.
Ragnar Gunnlaugsson, 5.7.2009 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.