Í skotgröfunum

Nú heitir það að vera í skotgröfunum ef fólk er á móti þessum Versalasamningi. Stjórnarandstaðan er í skotgröfunum af því að hún er á móti. En gæti verið að stjórnarandstaðan sé bara með meira af heilbrigðri skynsemi innanborðs og stjórnarliðar séu blindaðir af valdinu.

Ég tel það meira merki um þjónkun þingmanna við flokka sína og löngun til að halda í völdin ef að allir stjórnar þingmenn greiða atkvæði með málinu. Spegli alþingi vilja þjóðarinnar eins og það á að gera verður þetta frumvarp fellt en hræddur er ég um að svo verði ekki. En við þjóðin munum muna þau nöfn sem að segja já og þau sem segja nei.

Málflutningur eins og ég var vitni að í Kastljósi í kvöld þar sem að Eygló var beinlínis hótað að hún myndi setja landið aftur á upphafspunkt myndi hún styðja á nei hnappinn fannst mér lélegur málflutningur.

En segjum svo að Evrópa myndi snúa við okkur baki ef að við fellum samninginn er það þá bara ekki gott að fá það á hreint núna ég er þeirrar skoðunar að það sé hið besta mál áður en Evrópusjúkir einstaklingar véla okkur þarna inn. Heimurinn er nefnilega stærri heldur en Evrópa.

Menn segja að við verðum Kúba norðursins seint held ég að vinir okkar í Bandaríkjunum svæfu rólegir ef að ósökkvanlega flugmóðurskipið í Atlandshafinu Ísland væri orðið að Kúbu með gott stjórnmálsamband við Norður Kóreu Kína og Rússland. Nei við einöngrumst ekkert til þess hafa nýlenduveldin í raun of mikilla hagsmuna að gæta hér.
mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Newsflash vinur. Kalda stríðinu er lokið.

Páll Geir Bjarnason, 1.7.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Segðu KIm og Putin það er ekki viss um að þeir verði sammála EN ég er nú bara að benda á að meira en helmingur mannkyns býr annarstaðar en hjá okkar svokölluðu vina þjóðum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.7.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband