27.6.2009 | 13:14
Áhugaverð forgangsröðun
Mér finnst þetta áhugaverð forgangsröðun hjá FME að fyrsta kæran sem að frá þeim komi skuli vera vegna aðgerða sem leiddu til þess að lífeyrissjóður þessi tapaði minna en Lífeyrissjóður hjá ríkinu samkvæmt tölum sem að voru í fréttum. Aðgerðin er ekki lögleg það er rétt en hefði það verið siðlegt að leggja peningana inn þar sem þeir hefðu sennilega tapast. Þetta er hið skrítnasta mál og það sem er líka ofarlega í huga mér er sú hraðferð sem að þetta hefur fengið hjá FME ef fresturinn átti að renna út núna í júní er það þá ekki dásamlegt að þeir skuli vera búnir að vinna þetta tilbúið til kæru núna strax. En ég spyr hvað með öll hin málin sem eru búin að veltast síðan i bankahruni. Lentu þau kannski bara ofan í skúffu og eru þar þangað til fennir yfir. Ég einhvern vegin get ekki að því gert að mér finnst lykt af þessu og þetta vera einmitt dæmi um þau vinnubrögð sem núna eru stunduð. Mál eru tekin fjölmiðlar notaðir til að kynda í glæðunum enda er orðið alveg greinilegt að fjölmiðlar að mínu mati bera eingöngu orðið fram það sem matreitt er í eldhúsum jafnaðarmanni með örfáum undantekningum, síðan er reitt til höggs og mér finnst að þetta sé gert til að róa liðið svona eins og einn og einn gladiator var brytjaður niður fyrir alþýðu Rómar keisaranum til dýrðar.
Og þá erum við í vanda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég man nú ekki betur en að hafa lesið að þessar ráðstafanir hjá LSK hafi átt sér stað eftir bankahrun og þegar búið var að gefa út að allar innistæður í bönkunum væru tryggðar. Því skil ég ekki þennan málflutning að þeir hafi ekki treyst bönkunum. Bankarnir voru komir í ríkiseign, treysti Kópavogsbær ekki ríkinu? Tapið sem varð á öllum lífeyrissjóðunum varð vegna ráðstafana sem þeir gerðu fyrir bankahrun en ekki vegna ráðstafana sem þeir gerðu eftir bankahrun.
Er það ekki einmitt vegna svona starfshátta sem bankahrunið varð, þ.e. farið var á svig við reglur. Svo trúi ég ekki orðum Gunnars Birgissonar um að FME hafi veitt munnlega frest til að koma málefnum sjóðsins í lag. Þegar stjórnvöld veita fresti þá er það aldrei gert munnlega - aldrei.
Þá má bæta því við að samkvæmt öllu sem hefur komið fram í fjölmiðlum þá hafi LSK vísvitandi blekkt FME varðandi þessar fjárfestingar, þ.e. fegrað bókhaldið fyrir skýrsluskil. Slíkt er mjög alvarlegt og sérstakt ákvæði í hegningarlögum sem kveður á um refsingu vegna slíkrar háttsemi. Hversu margir voru í svona blekkingarleik gagnvart eftirlitsstjórnvöldum, sem kannski varð til þess að ekki var hægt að gera ráðstafanir í tíma?
Dísaj (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 14:37
Ég er ekkert ósamála því að hér er um brot að ræða mér finnst bara athyglisverður hraðin á þessu miðað við önnur brot sem að hefur verið fjallað um. Ég yrði manna ánægðastur að sjá að FME væri farið að vinna á fullum hraða. Svo finnst mér að allir sem að voru í stjórn sjóðsins hefðu átt að stíga til hliðar ekki bara Gunnar
Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.6.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.