Vanhæf ríkisstjórn

Það ekkert leyndarmál að það er mín skoðun að hér sitji ein alslappasta ríkisstjórn sem að ég hef orðið vitni af á þeim rúmu 50 árum sem að ég hef verið á plánetunni.
Við öllum vandræðum er eingöngu til eitt svar.

Sé spurt um hvernig eigi að styrkja krónuna er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Sé spurt um hvernig eigi að lækka vexti er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu
Sé spurt um hvernig eigi að efla hagvöxt er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Sé spurt um hvernig eigi að efla menningar líf er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Það verður ekki langt að bíða að svarið við því hvernig eigi að lækna dulbeiðsli í kúm landsins sé svarið bara eitt það er að ganga í Evrópusambandið.

Ég ætla að leyfa mér að segja að þetta sé rangt sé svarið svona einfalt hvers vegna er allur heimurinn ekki komin í eitt hamingjusamt samband leitt af Evrópu sem allt lagar. 
Kannski hefur orðið sjálfstæði einhverja meiningu hjá einhverjum enn.

Téð samband bjargar engu við verðum komin á fullt skrið og kreppan að baki áður en að allt það ferli sem fylgir inngöngu er hálfnað. Og að við uppfyllum Mastrict sáttmálan meðan Icesave hangir yfir okkur er þvílík draumsýn að jafnvel ég sem er varla  meðalgreindur sé að þetta er draumsýn ,tálsýn sem að yljar ekki einu sinni.

Það sem er mér ofarlega í huga er hvað það er sem að veldur þessum mikla áhuga á inngöngu í téð samband, hvaða kostir það eru, sem að aðrir sjá en eru mér svo huldir ekki gleyma því að kostirnir eru fleirum huldir en mér.
Ég er nú svo illa innréttaður að ég er nokkuð viss um að það er meira en ást á þjóðinni sem að ræður þessum áhuga ákveðinna afla á inngöngu í téð batterí.

Okkur er nefnilega hollt að muna að mikið af þeirri útrás sem að kom okkur þangað sem við erum í dag var nefnilega í nafni ástar á þjóðinni tárvotir menn sem voru að þjóna þjóðinni og efla hag hennar í ósérhlífni útrásinni þeirri sömu þjóð sem að nú situr með víkingana á herðum sínum og hefur uppgötvað að ástin var ekki á þjóðinni heldur á hinu fallvalta glópagulli.
Ég hef ekki séð nein þau teikn á lofti enn sem að fullvissa mig um að mannlegt eðli hafi breyst og þetta sé eitthvað öðruvísi nú.

Töluverður hópur fólks fullyrðir nú að eini kosturinn sé að samþykkja Icesave  Því að sé það ekki gert fáum við ekki krónu í lán í mörg ár og þurfum þar að auki að lifa á því sem að við framleiðum sjálf.
Síðan er oft hnýtt aftan við að það sé auðvitað valkostur að borga ekki og verða þá fyrir þessum hamförum að þurfa að neyta þess sem að við framleiðum.
En það sé ekki valkostur sem að þetta fólk kjósi.

Athyglisvert er að það virðist vera fylgni með þessu viðhorfi fólks og ást til Evrópusambandsins og menntun virðist líka hafa eitthvað að segja.. Mér almúga manninum er alveg fyrirmunað að skilja þetta ég nefnilega hélt að lausnin á vandamálum okkar væri það að neyta þess sem við framleiddum og taka engin lán og framleiða upp í skuldina en kannski misskildi ég þetta. Það er jú varla hægt að bjóða nokkurri þjóð að lifa á hreinum landbúnaðarafurðum og fiskmeti til lengdar. Það er ekki fólki bjóðandi allavega ekki sumu fólki.

Það breytir því þó ekki að stöðugleiki ríkistjórnarinnar og öll hennar áætlun er byggð á því að skattleggja millistéttina í landinu út yfir gröf og dauða. Koma á varanlegum stöðugleika í atvinnu málum því að engin atvinnufyrirtæki er jú stöðugleiki í sjálfu sér draga þannig úr kaupmætti fólks að það noti eingöngu innlent og taki ekki lán.
Fyrir okkur það er okkur sem að erum í þeim hluta þjóðarinnar sem að á að skattpína skiptir engu máli þó að við lokum landamærum okkar og fáum engin lán við eigum engan pening eftir til að eyða í þannig munað þegar búið er að hækka skatta og gjöld lækka kaup og hækkandi vísitalan er búin að sjá  um afganginn. 


En það er náttúrlega rétt að hér eins og annarstaðar bæði í raunveruleika og bókmentum eru allir jafnir en sumir bara aðeins jafnari en aðrir. Svo kannski eru það einhverjir sem að sjá svignandi hlaðborð glens og gaman fyrir sig í glæsisölum Evrópskra halla meðan þeir ætla öðrum löndum sínum  að sofa á hálmi í hlöðunni.

Góða helgi


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

allar ríkistjórnir eru vanhæfar.

Bara mismikið, persónulega tel ég að þessi sé örlítið minna vanhæf en seinnasta en vanhæf samt.

Svartliði (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:51

2 identicon

sem meðalgreindur maður sem þú flokkar þig sjálfur ættiru að vita hversu "ÆÐISLEGT" sé er að vera í ESB, því við Írlandi blasti mikið vandamál peningalegaséð og fengu þeir aðeins langa fingurinn í stað þessarar superman hjálpar (eins og þú lítur á það) frá ESB.

miðað við höfuðtölu eru vandamál þeirra smávægileg miðað við okkar.  

við megum ekki leggjast á bakið þó að móti blási. ísland hefur alla burði til að verða fyrirmyndar þjóð svo lengi sem að spiltir menn við stjórn rústi því ekki

verður að byrja upp á nýtt þó svo við lifum á innlendum vörum til lengdar,  fyrirbyggja spillingu og græðgi. því það eru ekki nema hundrað ár frá því að við fluttum úr torfbæunum og sjáðu okkur í dag....

Gunnar Harðarson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 01:58

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er sammála þér hér Gunnar ég tel ekkert að þvi að lifa á innlendum vörum um alllangan tíma og helst alltaf. Ég hef nákvæmlega ekkert á móti ESB en ég hef allt á móti því að ÍSland gangi í það vegna þess að ég tel að okkur sé betur borgið utan þess við rekumst illa í hóp og landið hefur nóg af gæðum til að framfleyta okkur um langan aldur. Skoðum bara Icesafe ef að við getum virkilega borgað það sem ég efast um þá sýnir það hvað við búum i frábæru landi þar sem að 300 000 mans geta borgað stórþjóðunum ígildi Versalasamninga. Er eitthvað annað land i  heiminum svona gjöfult. Ég spyr og mín skoðun er fullvalda Ísland ekkert ESB

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.6.2009 kl. 13:04

4 identicon

Ég vill biða þig Jón afsökunar á fyrri athugunarsemd, því ég las einungis byrjun þessarar bloggs og gaf mér ekki tíma til að klára greinina, því ég fann til óstjórnlegrar þarfar til að svara því bulli, sem kom svo í ljós að þar varstu að beyta kaldhæðni.

Eftir allt, erum við í sama liði

Ég vill meina að umgjörð stjórnsýslu íslands og fleirri sambærilegra sé með öllu úreld. Tímarnir breytast, með grýðarlegri þróunn á tækni og almenri þekkingu. En stjórnarkerfið stendur ávallt í stað og á alþingi eru lög samin af lögfræðingum og eru þau óskýr einungis fyrir aðra lögfræðinga að túlka fyrir dómstólum.....og aðeins þegar háttsettur eða ríkur maður á í hlut. 

Sjáðu bara að til eru lögfræðingar sem þykja bera af öðrum...????  skrítið þar sem allir eru með sömu bækur um regluverk en sumir eru útsmognir og klárir í að túlka reglugerðir laganna á skapandi hátt og til að kóróna allt gera þeir það með leikrænum tilburðum og spila á tilfinningar fólks eins og atvinnuleikarar. ef lög væru saminn þar sem allt væri skýrt og gegnsætt( sem auðvita ættu að vera) þyrfti almenningur ekki á lögfræðistofum að halda... frekar ætti að hafa árlegan áfanga í skólum (krakkar í 1 bekk í grunn skólum færu í áfanga sem kallaður yrði samfélagslög 101 og í öðrum bekk 201 og svo koll af kolli) og væri fólki kennt að leita í stjórnlögum ríkis. Og við framhaldnám yrðu sambærirlegir reglu og lagaáfangar í samræmi við námstefnu. 

þetta dæmi hefur eflaust ymsa galla en núverandi kerfi hefur það einnig.

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 04:32

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Móttekið og samþykt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.7.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband