20.6.2009 | 13:46
Fjöldi doktora.
"Fjöldi doktora verður þá helmingur þess sem gerist í löndum Evrópu" Er hér um að ræða % tölu eða fjölda Við virðumst gleyma því stundum að við erum nú ekki nema 300.000 og svo virðist líka gleymast að það eru líka til önnur nám og atvinnusköpun heldur en fæst með doktorsgráðum. Þó að það sé kannski ekki eins fínt á tyllidögum og hljómi eins vel í skálaræðum þá er jú líka fólk á bakvið tjöldin sem lætur apparatið snúast. Eins og spaugstofan bendir stundum á.
Íslendingar hafa verk að vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hærra menntunarstig leiðir til meiri velmegunar og þetta hafa Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar, Japanir og aðrar siðmenntaðar þjóðir vitað í 100 ár!
Við erum enn á því stigi að "bókvitið verði ekki í askana látið".
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 14:00
Hef ekkert á móti hærra mentunarstigi Guðbjörn enda lít ég á alla menntun sem góða en er að vekja athygli á þvi að það er ekki bara nóg að kunna að reikna út að eldflaugin fljúgi það þarf líka að smíða hana kunna að lesa teikningarnar og leggja að henni lagnirnar svo að hún virki. Við og um það erum við örugglega sammála þurfum að framleiða fá hugmyndir og koma þeim í verk og gera úr þeim vermæti. Þannig að minn punktur er það að við megum ekki bara einblína á master og doktorsgráður í námi.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2009 kl. 14:29
Hinir vitru hafa ekki alltaf mikla menntun.
Hámenntaðir menn eru ekki nauðsynlega vitrir.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.