15.6.2009 | 17:00
Ráðþrota ríkisstjórn
Mér virðist að nú sé fátt um fína drætti varðandi stjórnarfar okkar og að stutt sé þess að bíða að landið verði endanlega selt í annað skipti allavega er ekki annað að sjá en að magnþrota stjórnvöld geti ekki annað leitað en til fjenda sinna eftir aðstoð við stjórnarhættina.
Það er alveg ótrúlegt að sjá fólk sem gekk um göturnar og vissi öðrum betur hvernig ætti að leysa málin meðan að það þurfti ekki að leysa þau það voru ekki vandamálin þá og öllu lofað sem nú er svikið.
Nú er greinilegt að þetta sama fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að gera og getur fátt annað lagt til málana en hnútukast í þá sem að hafa aðrar skoðanir en hinar réttu og löglegu sem eru í gildi hér nú um stundir.
Eftirfarandi er haft eftir Steingrími.
"Steingrímur sagði ljóst, að það verði þröngt um gjaldeyristekjur og aðrar tekjur í þjóðarbúinu ef heimsenda- og svartnættisspár formanns Framsóknarflokksins gengju eftir. Hitt væri ljóst, að það væri eitt mikilvægasta verkefni næstu missera að fá mynd af heildarstöðunni og hvernig íslenskur þjóðarbúskapur réði við þau áföll, sem dunið hefðu yfir. Unnið væri að því að sjá til þess að greiðslubyrði og vaxtabyrði dreifist þannig að það sé viðráðanlegt fyrir þjóðarbúskapinn."
Hér er hið dæmigerða hnútukast í Framsókn en Steingrímur hefur bara ekkert betra fram að færa en Framsókn.
En það sem að slær mig mest eru eftirfarandi orð hæstvirt Fjármálaráðherra sem koma beint á eftir því sem að ofan stendur.
"Sagði Steingrímur að hollensk stjórnvöld hefðu m.a. boðið fram aðstoð sína við þetta."
Ég veit ekki til þess að Hollendingar hafi hlotið neitt kjörgengi sem stjórnvald hér í síðustu kosningum.
Einnig bendi ég bendi á að við erum ekki gengin i ESB enn þannig að hvað sem síðar verður þá held ég að flest okkar geri þá kröfu til þess kosinna fulltrúa landstjórnarinnar að þeir vinni vinnuna sína og stjórni og muni hvaða eiða þeir sóru.
Ef að þeir geta þetta ekki hjálparlaust ber þeim þegar að segja af sér og rýma til fyrir nýju fólki en ekki sækja erlenda hjálp nóg er nú aðgert í Seðlabankanum nú þegar.
Rætt um Icesave á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll/sæl.
Því miður virðast þessir 30.000 aðilar sem hafa skráð sig á móti Icesave samningnum vera búin að missa alla trú á að getað haft nokkur áhrif á stjórnvöld og þingheim til að forða þeim frá landráðinu. Hugsanlega er það offramboð af fréttum af glæpahyskinu, spilltum embættismönnum og myrkraverkum þeirra sem hefur skollið yfir þjóðin látlaust seinustu vikurnar sem lamar fólk og fyllir það vonleysi og framtaksleysi? Búin að gefast upp?
Stundum virðist eins og fjölmiðlar gangi sérstaklega erinda þeirra sem hafað skammtað þeim nýjum “skúbbum” til að draga athyglina frá ruglinu í þeim sjálfum.
Því miður var mætingin á Austurvöll ekki góð. Samt var nokkuð harður hópur sem settist á götuna fyrir framan Alþingishúsið og lögreglan fjarlægði þau með valdi og væntalega upp á lögreglustöð. Umferðin var engin. Einnig segja fréttir útvarps að einhverju hafi verið hent í Alþingishúsið. Einhverjir unglingar hentu nokkrum vatnsblöðrum eins og börn nota til leikja. Aðgerðir yfirvalda voru fullkomlega óþarfar að mínu viti, og einungis til þess fallnar að hleypa mótmælunum í óþarfa hörku og þá ekki síður af mótmælendunum frekar en yfirvalda.
Mætingin á morgun er um kl. 16.30, og það er hæpið að við sem höfum mætt á hverjum degi getum mótmælt fyrir ykkur og fjölskyldurnar ykkar sem og ófædda afkomendur. Við erum öll að vilja gerð, en því miður dugar þessi litli hópur varla. Betur má ef duga skal.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:17
Þakka innlitið ég er samála því sem að þú segir og það er leitt til þess að geta ekki verið með ykkur vegna þess að maður er það heppin að hafa vinnu enn sem að þarf að stunda en á morgun er 17 og þá er um að gera að mæta í bæinn og labba til verndar lýðveldinu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2009 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.