14.6.2009 | 00:43
Þeir glæru.
Nú móðga ég sennilega einhvern en verð samt að láta þetta frá mér varlega. Ég varð nefnilega fyrir skyndilegri hugljómun við áhorf á einn ljósvakamiðilinn. Þar hafa birst í löngum bunum menn og konur sem að vita allt um hvað er að og hvað ber að varast og hvað ber að gera langskólamentað fólk með diplómu sem að ég kann ekki einu sinni að nefna.
En mér varð allt í einu ljóst þegar ég var að horfa að um 90% af þessum aðilum sem að ég hef séð eru glærir eins og ég kalla það. Hvað á ég við jú litarraft fólksins er upp til hópa hálflitlaust eiginlega hálfgegnsætt og greinilegt að útivinna eða almenn vinna hefur ekki verið hlutskipti þess á ævinni.
Er það knannski eitt af þeim stóru vandamálum sem að við eigum við að etja í dag að tengingin milli atvinnunnar sjálfrar og þeirra sem að alt vita er horfin. Verkin eru bara tölur á exel en verkþekkingin engin og með hruni þessarar tengingar hefur kannski tengingin milli Íslenskrar alþýðu og menntastéttar líka horfið. Eftir því sem að ég velti þessu meira fyrir mér og les meira um mál líðandi stundar held ég bara að það sé tilfellið.
En mér varð allt í einu ljóst þegar ég var að horfa að um 90% af þessum aðilum sem að ég hef séð eru glærir eins og ég kalla það. Hvað á ég við jú litarraft fólksins er upp til hópa hálflitlaust eiginlega hálfgegnsætt og greinilegt að útivinna eða almenn vinna hefur ekki verið hlutskipti þess á ævinni.
Er það knannski eitt af þeim stóru vandamálum sem að við eigum við að etja í dag að tengingin milli atvinnunnar sjálfrar og þeirra sem að alt vita er horfin. Verkin eru bara tölur á exel en verkþekkingin engin og með hruni þessarar tengingar hefur kannski tengingin milli Íslenskrar alþýðu og menntastéttar líka horfið. Eftir því sem að ég velti þessu meira fyrir mér og les meira um mál líðandi stundar held ég bara að það sé tilfellið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Man eftir slagorðinu "mennt er máttur",á þeim tíma er líklegt,þótt ég muni það ekki nú,að skort hafi langskólamenntað fólk. Margir nemar unnu í útivinnu á sumrin til að fjármagna námið. Síðan skildist mér á sumum þeirra , að það borgaði sig ekki vegna skertra námslána.
Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2009 kl. 02:26
Jú man eftir því og man líka eftir því að tenging fólks við lífið í landinu var einn af okkar sterku þáttum. Hef líka heyrt þetta um skerðinguna því þyrfti að breyta því að það er afleitt ef viljin til að bjarga sér er tekin af fólki vegna einhverja lánakjara. S'iðan hlýtur að borga sig að koma út í lífið með sem minnst á bakinu af lánum.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.6.2009 kl. 10:56
Ég hef verið að hugsa það sama. Ég held að þú hittir naglann á höfuðið
Ég hef verið að hugsa þetta út frá sérhæfingunni. Menn sem vita svo mikið um lítið eru að einangrast. Við sem en vitum lítið um marga hluti botnum stundum ekkert hvað hinir eru að fara. Þarna er að myndast gjá
Stundum finnst mér þetta vera 101 Reykjavík og hinir
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.