Ég leyfi mér að efast.

Ég leyfi mér að efast um að hér ráði taugar til Íslands öllu um þessa hugmynd að byggja hér verksmiðju. Það hvarflar að mínu skítlega eðli að hér sé verið að nýta ástandið til að reyna að græða peninga sem er jú aðaldrifkraftur þeirra sem eiga peninga það er að græða meira. Ég leyfi mér að halda að þetta hafi ekkert með ást á Íslenskri þjóð að gera því ef sú ást væri til staðar hjá okkar útrásarvíkingum þá væri ástandið hér sennilega öðruvísi. Ég googlaði orðið Bakkavarar bræður og las það sem kom upp og eftir það er ég þeirrar skoðunar að ég sé frekar hlynntur því að aðrar leiðir verði farnar í uppbyggingu atvinnulífs hér. Ég bið afsökunar á þeirri skoðun minni að ég tel lífeyrissjóðnum mínum betur komið í öðru en uppbyggingu fyrir þetta fyrirtæki. Sem að mínu áliti er einn af nokkurum orsakavöldum þess að allar þær áætlanir sem að ég hef gert um líf mitt eru nú ónýtar.
mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband