Ætlum við að láta börnin okkar borga

Einn vinsælasti frasi undanfarið er ætliði þið virkilega að láta börnin ykkar borga. Þetta hefur verið notað við ótal tækifæri þegar komið hafa fram einhverjar aðrar tillögur en þær sem vernda fjármagnseigendur og útrásarvíkinga. Nú er þesi frasi hrunin alvieg eins og skjaldborgin, jöfnuðurinn og velferðarkerfið. Við ætlum greinilega að láta börnin borga þetta á að ná til 2023-2024 segir Svarar þá verð ég til dæmis komin á ellistyrk fyrir  nokkru þannig að þá verða barnabörnin mín farin að borga líka.

Það eina sem að í raun hefur verið gert er að velta vandanum yfir á ríkisstjórn og skattgtreiðendur  í fjarlægri framtíð.


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

engar ahyggjur, ekkert þarf að borga í sjö ár og samkvæmt tímatali Maya eru endalok heimsins 2012...semsagt við þurfum aldrei að borga!

sigurður örn brymjolfsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ellistyrk ? þe ef það verður eftir í þeim sjóðum

Jón Snæbjörnsson, 8.6.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kannski hafa mayarnir rétt fyrir sér það er mikið  um rót í heiminum núna.
Nafni það er einmitt eitt af því sem að ég lít kvíðnum augum á kannski eftir allan séreignasparnaðinn og loforðin endar maður í pappakassa á gangstétt eins og maður sá í Ameríku og var talið sem dæmi um frjálsa búsetu af Regan. Vandinn hér er það að það eru engar ristar í gangstéttinni þar sem heitt loft kemur upp. En kannski nýtast snjóbræðslukerfin í að halda í okkur lífi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.6.2009 kl. 08:58

4 Smámynd: Smjerjarmur

Mér finnst að börnin mín eigi að erfa okkur og helst að lifa af því sem við lögðum fyrir.  Það væri skelfilegt ef börnin okkar þyrftu að borga eitthvað af þeirri miklu uppbyggingu sem hér hefur orðið, ömurlegt að geta ekki verndað þau fyrir öllum reikningum. 

Smjerjarmur, 8.6.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband