2.6.2009 | 22:02
Nu umhverfist elítan
Ég hef þá trú að þessi frétt verði gleðigjafi í bloggum og það gleðji mig yfir kvöldskattinum að lesa athugasemdirnar. Það er nefnilega alveg ótrúlegt að nafn Davíðs Oddsonar virðist virka á fylgismenn ríkisstjórnarinnar eins og rauð tuska á geðillt holdanaut á sumardegi. Og þó hefur maðurinn ekkert gert af sér annað en að vera hann sjálfur og vilja þjóðinni hið besta ég allavega vildi gefa mikið til að við ættum eins og tíu svona stykki á lager til að rífa okkur upp úr eymdinni því ekki gera núverandi stjórnvöld það. Þau vilja draga niður fánan strax og framselja allt undir fjarlægt stjórnkerfi í fjarlægum löndum. Í dag ráða aðrir í okkar húsum og mikið þætti mér vænt um að upprisi svona eins og einn húsbóndi með hreðjar sem að hefði bein í nefinu til að standa á sínu fyrir sig og sitt fólk.
Davíð lét AGS heyra það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekki hreðjar, og ekki heimili, eftir óstjórn DO?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.6.2009 kl. 22:47
Hahahahahahaha
mannhelv... kom okkur í þennan djöfulsins skít.
Með leiðsögn síns yndislega vinar Hannesar Hólmsteins.
Það ætti að draga þá tvo elskhugana í hlekkjum niður á Austurvöll og stilla þeim upp svo að fólk gæti skammað þá almennilega.
Mundu að þeirra stóri draumur var að veðsetja allt... fiskinn, lífeyrissjóðina og bankakerfið... til þess eins að þeirra vinir gætu grætt vel á öllu saman.
Mennina skal dæma af verkunum, og því miður komu Davíð Odds, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og margir fleiri okkur Íslendingum algjörlega á vonarvöl með því að færa öll fjöregg þjóðarinnar í hendur glæpamanna.
Jón G. (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:58
Anna ertu bara ekki með bein í nefinu í staðin eins og sagt er Anna annars finnst mér athyglisvert að fólk nær samstöðu um að kenna DO um alt sem aflögu fer en þeir sem í raun misnotuð reglurnar eru eiginlega stykk frí af gagnrýni. Nafni er ekki fullmikið að kenna mínum gamla kennara Hannesi og síðan Davíð um þetta allt saman voru þá hinir bara farþegar ? Vorum við að greiða þeim laun fyrir að gera ekki neitt. Það hefur löngum þekkst í lífinu að þegar hópur gerir eitthvað af sér er alltaf hluti hans sem segir ég gerði ekki neitt og bendir á einhverja aðra innan hópsins sem sökudólga. Og mín skoðun er sú að DO sé það áberandi að það sé hentugt fyrir þá sem vilja skjóta sér undan ábyrgð að benda á hann.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.6.2009 kl. 00:04
DAVIÐ VOR ÞÚ SEM ERT Á HIMNM
HELGIST ÞITT NAFN
TILKOMI ÞITT RÍKI
VERÐI ÞINN VILJI
SVO Á JÖRÐU, SEM Á HIMNI
GEF OSS Í DAG VORT DAGLEGT BRAUÐ
........
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2009 kl. 00:33
Ekki vil ég "hagstjórn" maffíuforingjans......en hann kom með "AGS" sem er kannski VERRA?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2009 kl. 01:01
tAKK JÓN fyrir að hafa #hreðjar# og birta mínar athugasemdir...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2009 kl. 01:07
Þínar skoðanir hafa sama rétt og mínar ekki satt og ég er nú eiginlega þakklátur fyrir hreðjarnar mínar og konur með bein í nefinu. hvorutveggja gerir lífið skemtilegra er það ekki.
En held ég verði að þakka skaparanum þau atriði held að hinn hafi ekki átt þátt í því máli.
Kv
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.6.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.