Stóri bróðir er komin

Innan ekki langs tíma verður 1984 eftir Orwell kend í norræna velferðar sósíalíska lýðveldinu sem dæmi um það þegar að frjálshyggja tekur völdin. Ég er fylgjandi reglum um notkun skotvopna og eðlilegum reglum um flesta hluti en ekki einhverjum alföðurlegum andardrætti ofan í hálsmálið hjá mér.
Það er búið að skilgreina ansi margt undanfarið og ég trúi ekki öðru en að það sé farið að vekja ugg í brjósti fleira fólks heldur en mín.
1. Skilgreining Fólk fær ekki fyrirgreiðslu sinna mála nema að það búi í hóflegu húsnæði þannig að það hlýtur að vera búið að skilgreina hvað ríkinu finnst hóflegt húsnæði per einstakling.
2. Fólk fær ekki hjálp nema að það lifi hóflegu lífi að mati tilsjónarmans ríkisins það hlýtur því að leynast í skúffum stjórnarinnar skilgreining á hófsömu lífi.
3. Einstaklingar sem kaupa vændi hafa verið skilgreindir sem glæpamenn ekki seljandinn af hverju gengur ekki sama yfir landasölumenn og fíkniefna sölumenn þeir eru jú líka fórnalömb bæði misnotkunar fíknar og örugglega í einhverjum tilfellum mansals.
4. Og nú á að krefjast reglusemi til að fá byssuleyfi ríkið hlýtur því að vera búið að skilgreina reglusemi. Er það að drekka einu sinni á ári eða fara alltaf snemma á fætur borða ekki óhollan mat og hreyfa sig reglulega.

Gleymum svo ekki foræðishyggju varðandi sykur súludans kynferði stjórnanda og svo framvegis.

Nei 1984 eftir Orwel er greinilega sýn á ríki þar sem að algjör frjálshyggja og frelsi einstaklingsins ríkir.

 


mbl.is Reglusemi skilyrði skotvopnaleyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála,stóri bróðir er farinn að klifra fulllangt upp á skaftið í þessu landi spillingar og ósóma.

Kveðja 

Geir

Geir Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband