24.5.2009 | 11:34
Bísniss
Það er athyglisvert hvaða hópar taka þátt í ráðstefnunni látum vera þó að fræðimenn rífist um hvort að það kólni eða hitni og eru þeir nú langt frá því að vera sammála.
Þegar misvitrir pólitíkusar og eiginhagsmunaseggir eru komnir til að taka þátt þá kvikna aðvörunarbjöllur hjá mér alla vegana. Eru þeir sem að settu fjármálakerfi heimsins á hliðina réttu mennirnir til að vera með puttana í eins viðkvæmu málefni og hlýnun jarðar. Eða þá hinir misvitru pólitíkusar sem að léku með.
Það þarf varla orðið mikla paranoju til að ímynda sér að þetta sé í raun ansi velskipulagt plott. Hristum hagkerfið og náum peningunum það verður allt vitlaust auðvitað en teljum þá liðinu trú um að það sé allt að fara til fjandans þá getum við skattlagt það betur með því að telja því trú um að við séum að bjarga málunum. Í krafti óttans getum við stjórnað neyslu og notkun bannað það sem við viljum banna og skipað notkun á því sem við viljum að sé notað. Allt í krafti umhyggju fyrir móður jörð síðan sigum við múgnum á þá sem að ekki rekast með hjörðinni allt í nafni alheims umhyggju.
Að þeir hinir sömu sem allt vita ætli að breyta hegðunarmynstri sínu það er bara tálsýn því að þeir vita vel að þetta er bara þáttur í stærra plani Draumi fjármála og stjórnmála manni um aldir það er eitt stórríki jarðar þar sem að Napóleon og félagar ríkja yfir hinum dýrunum í skóginum.
Loftslagsmálin rædd í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.