24.5.2009 | 02:09
Ógæfa landans
Það er ógæfa okkar mörlandans að hafa í okkur öfundargen sem virðist ná allt aftur til landnáms. Menn voru vegnir vegna mannkosta brenndir á báli fyrir að vita meira eða ganga betur en öðrum og gáfumenn voru hafðir að háði og spotti. Það var allt ger til að taka þá strax niður sem að stóðu upp úr fjöldanum.
Þetta er svona en í dag og í raun spila stjórnvöld kerfisbundið á þennan veikleika þegna sinna. Þetta gen veldur því að fólk getur á engan hátt komið sér saman um eitt eða neitt vegna þess að það gæti komið sér vel fyrir einhvern annan. Svo tölum við hátt um spillingu hjá öðrum en má ekki segja að þetta sé spilling hjá okkur sjálfum að geta als ekki litið á okkur sjálfa sem eina heild heldur alltaf hugsa um hvað hentar okkur best.
Við erum svo smáborgaraleg sjálf að það er ekki hægt að grípa til neinna aðgerða í einu eða neinu því upp rísa hópar sem segja neiiiiiiiiiii heyrið þið mig þetta kemur ekki til greina. Það má ekki taka til baka óréttláta vaxtabólu því að það gæti leitt til þess að einhverjir sem ekki ættu það skilið myndu þá ekki fá það sem þeir ættu skilið að mati þeirra sem að þykjast rétt bærir á að vita hvað fólk á skilið.
Þannig fer skuldlausi Siggi fer hamförum gegn leiðréttingu manngerða verðbólgu skotsins af því að Jón í næsta húsi gæti komist undan því að borga af upphæð sem var skrúfuð upp í skjóli myrkurs. Sami Siggi gleymir því að börnin hans eiga eftir að kaupa húsnæði en hann er svo fastur í geninu sínu að hann vill engu breyta bara svo helv hann Jón í 27 græði ekki tíkall hann fór jú í utanlandsferð til Færeyja í fyrra og tók konuna með Eyðsluseggur!. Skítt með það þó að allir afkomendur Sigga þurfi að bíta úr nálinni með að þetta var ekki lagfært
Svona mætti lengi telja en þessi þjóðflokkur hlýtur að vera draumur hvers stjórnanda og skýrasta dæmið er að það tekur innan við 70 ár frá því að margra alda baráttu fyrir fullveldi og sjálfstæði lýkur að upp rísi nýir Gissurar sem í von um jarlstign telji fullveldi voru og sjálfstæði alstaðar betur komið en hjá þjóðinni sjálfri.
Svo eru það náttúrulega þeir sem að ætla sér að nota þetta gen til að skara elda að sinni köku kaupa eignir á lágu verði ná undir sig fyrirtækjum og verðmætum Þeir hlægja nú dátt að þjóðinni sem er eins og sundurlaus hjörð. Við sveitamennirnir þekkjum að ef rollurnar voru reknar nógu hratt til að þær næðu ekki að hópa sig gekk vel að reka í gerði. Næði hópurinn áttum og snéri til baka þá gat svo farið að smalarnir töpuðu baráttunni.
Sameinuð getum við átt hér langa og góða ævi sundruð föllum við og verðmæti okkar fara í að skreyta evrópu rét eins og lýsið okkar lýsti upp götur Kaupmannahafnar fyrr á öldum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.