Einkavæðing

Það er athyglisvert að á sama tíma og ríkið tekur til sín fleiri og fleiri fyrirtæki þá er boðin út rekstur lögreglubifreiða.  Ég er nú einhvern vegin þannig gerður að þó að ég sé á móti ríkisrekstri fyrirtækja í samkeppni iðnaði þá vil ég að grunnstoðir eins og löggæsla og heilbrigðisþjónusta séu á hendi ríkisins. Ég geld vara við því þegar að aðili eins og lögreglan sem á að vera algjörlega hlutlaus er orðin háð einum aðila með rekstur bílaflota síns.  Hvað til dæmis ef að sá aðili fer í gjaldþrot sem að eru örlög all flestra Íslenskra fyrirtækja sem nú starfa ef ástandið breytist ekki. Gæti rikið leyft það vegna mikilvægis aðilans varla held ég og yrði því að grípa til sértækra aðgerða sem myndu mismuna öðrum aðilum á markaði. Þess vegna er min skoðun að bílafloti löggæslunnar eigi að vera rekin af ríkinu og á ábyrgð ríkisins.

Það á síðan að drífa í því að koma þeim fyrirtækjum sem nú eru rekin í skjóli bankana á markað aftur og það á ekki að ormahreinsa fyrirtæki í þágu fyrri eiganda til að þau geti haldið áfram óbreytt að keppa við önnur fyrirtæki sem að þó hafa haldið sjó hingað til.

mbl.is Sex vilja reka löggubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég er alveg sammála þér í þessu.Þar sem ég vinn við bíla og viðgerðir og veit alveg hvað útseld vinna er á verkstæði eða umboði þá reynum við að gera við sem mest sjálfir hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá.Þess vegna skil ég þetta ekki á sama tíma og ríkið ætlar að spara í útgjöldum allavega sparast það ekki með því að bjóða það út það er alveg 100% öruggt,nema við eigum að borga úr okkar vasa einsog altannað sem þessi vanhæfa ríkisstjórn ætlar að gera.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 23.5.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband